Afmælisblað Verkakvennafjelagsins Framsókn - 25.10.1934, Blaðsíða 6

Afmælisblað Verkakvennafjelagsins Framsókn - 25.10.1934, Blaðsíða 6
AFMÆLISBLAÐ VERKAKVENNAFJELAGSINS FRAMSÓKN 1914—1934 6 I byrjun ársins 1927 liófust samn- ingar enn af nýju um kaup verka- kvenna. Fór nú alt friðsamlega fram, en þó urðu konur að sætta sig við allmikla kauplækkun. Samið var um 70 aur. í dagv., 90 aur. í eftirvinnu, 1 kr. í nætur- og helgidagavinnu. Þvottur á þorski 2 kr. á 100. Slóð þessi samningur óbreyttur einnig næstu 2 ár. Á útmánuðum 1930 fór Framsókn fram á kaup- liækkun, og átti stjórnin tal við út- gerðamenn um það mál. Þeir tóku ekki af um nokkra kaupliækkun, en vildu enga samninga um það gera. Út af þessu tók fjelagið það ráð, að ákveða og auglýsa sjálft kaup- taxta. Var það samþ. á fundi 14. maí. Þenna kauj)taxta sættu atvinnu- rekendur sig við, og hefur verið farið eftir honum siðan. Vegna þess að þessi taxti gildir enn, þykir rjetl að hirta hann hér allan: KAUPTAXTI Á fundi V. K. F. Framsókn 10. janúar 1933 var samþyktur eftir- skráður taxti: Fyrir dagvinnu frá kl. 7 árd. til kl. 6 síðd............. kr. 0,80 á klst. Fyrir helgidagavinnu og alla aðra vinnu eftir kl: 6 að kvöldi — 1,50- -— nema við saman- tekningu við fisk- þurkun kl. 0—8 að kvöldi .......— 1,00— — Annar kaffitíminn sje borgaður, þar sem hlunnindi eru, en báðir, þar sem engin eru. Sje unnið frá kl. 0 til 7 árd., greið- ist sá tími með eftirvinnukaupi. Þvottar. Stórfiskur og langa pr. 100 stk.................... kr. 1,00 Smáfisluir, sem ekki má fara yfir 20" ............. 1,05 Allur fiskur lengri en 20" — 2,00 Ýsa ........................ — 1,15 Ufsi ....................... — 1,30 Lahri, 18—20" ................ 0,80 do. undir 18" . . ......... 0,55 Styrktarstarfsemi. Fjelagið hefur varið miklu fje á hverju ári til styrktarstarfsemi inn- anfjelags. Til styrkveiting'a var framan af varið því fjc, sem inn kom á skemtunum, „hasar“ og Idutaveltum. Einnig var oft safnað samskotum á fjelagsfundum. Styrkur var veittur þeim fjelags- konum, sem urðu fyrir slysum eða jniklum veikindum. Venjulega licf- ur liver styrkveiting úr fjelagssjóði numið 50 kr., en nokkuð oft 100 kr. í ársbyrjun 1920 var styrktarfje aðgreint frá fjelagssjóði og stofnað- ur sjersjóður i því skyni, sem nefnd- ist „Styrktar- og sjúkrasjóður verkakvennafjelagsins Framsókn“. Stofnfje sjóðsins, lagt til úr f jelags- sjóði, var 1000 kr. í reglum sjóðs- ins er svo fyrir mælt, að höfuð- stól megi aldrei skerða, en við hann leggist á liverju ári 10% af vöxtum og öðrum tekjum. í þenna sjóð ihefir siðan runnið ágóði af skemtunum, hasar, hluta- veltum o. 11. Einnig liefir sjóðúrinn fengið styrk úr ríkissjóði síðustu 5 árin, 500 kr. á ári (nema 1933, þá 400 kr.). Höfuðstóll styrktarsjóðsins verð- ur um næstu áramót full 8000 kr. En svijjaðri upphæð er búið að út- hluta í styrkjum síðan fjelagið var stofnað. Fjelagið hefir greitt iðgjald árlega til „Styrktarsjóðs verkamanna og sjómannafélaganna i Reykjavík“ siðan hann var stofnaður (1920), 50 aur. af liverri fjelagskonu á ári. Á hinn bóginn hafa fjelagskonur not- ið verulegra hlunninda úr þeim sjóði. 1 stjórn þess sjóðs hefir jafn- an verið kona úr Framsókn. Fjármál. Aðaltekjur fjelagssjóðs hafa ver- ið ársiðgjöld f jelagskvenna. Þau voru framan af mjög lág, að eins 1 kr. á ári frá fjelagsstofnun til 1919. Þá í ársbyrjun var ársiðgjaldið hækkað upp í 2 kr„ og rúmu ári seinna var það liækkað um helming, upp í 4 kr. Stóð svo til 1931 að árs- iðgjaldið var enn hækkað upp i 8 kr„ og hefur verið svo síðan. Það mun láta nærri, að fjelagið Iiafi fengið inn í ársiðgjöldum 30 þús. kr. samtals. En fjelagið hefur gert nokkrar aðrar ráðslafanir til tekjuauka fyr- ir sjóð sinn. Skemtanir Iiafa verið haldnar i fjel. á hverju ári, ogstund- um endurteknar. Oft hafa þær verið í sambandi við afmæli fjelagsins, en stundum stofnaðar sjerstaklega í góðgerðaskyni (lil styrktar bág- stöddum konum). Ágóði af skemt- unum befir ýmist verið lagður i fjelagssjóð um sinn, eða verið varið heint til styrkveitinga. Ágóði af skemtunum hefur alls orðið um 4500 kr. Hlutaveltur hafa verið haldnar 7 sinnum, og samtals ágóði af þeim orðið rúm 9000 kr. Þá hafa konur gefið ýmsa lianda- vinnu á „basar“ fjel. sem verið hef- ur flest árin. Ágóði af því liefur oft- ast numið nokkrum lnmdruðum á ári, og er nú orðinn samtals tæp 6000 kr. Dálítið fje liefur fjelaginu áskotn- ast í gjöfum og áheitum, og nokkr- um sinnuni hefur verið skotið sam- an fje á fjelagsfundum, í góðgerða- skyni. Loks er þess að geta, að á síðustu árum hefur verið veittur á fjárlög- um lítilsháttar styrkur til styrktar- sjóðs fjelagsins. Aðalútgjöld fjelagsins liafa geng- ið til flokksstarfseminnar út á við og styrktarstarfsemi inn á við. Til fyrirtækja og annarar starf- semi Alþýðuflokksins liefur verið vaxúð um 6000 kr„ og í sambands- sjóð og sjóð fulltrúaráðs verkalýðs- fjelaganna i Reykjavík um 7000 kr. Til styrkveitinga til bágstaddra fjelagkvenna hefur verið varið um 8000 kr. Reksturskostnaður fjelagsins hef- ur verið mjög litill. Þar liefur verið gætt Iiins mesta sparnaðar. Stjórn- endur fjelagsins hafa unnið sín miklu og timafreku stjórnarstörf al- gerlega kauplaust þessi 20 ár. Fyrstu 11 ár fjelagsins var ekki einu sinni varið einni krónu fyrir innheimtu, og vita þó flestir hvað það verk er mikið í mannmörgum fjelögum. Síðustu árin, eftir að iðgjöld hækk- uðu og fjelagskonum fjölgaði, Iief- ur verið greidd nokkur þóknun fyrir innheimtuna. Fjárreiður fjelagins og reiknings- lialda hefur altaf verið i stökustu reglu. Alþýðusambandið og Framsókn. Þegar hafinn var undirbúningur að stofnun Alþýðusamhands ís- lands liaustið 1915 kaus Framsókn 2 konur (á fundi 10. nóv.) til þess að taka þátt í því starfi, þær Jón- ínu Jónatansdóttur og Karólíixu Siemscn, og unnu þær að undir- húningnum með fulltrúum frá öðr- um verklýðsfjelögum. Þegar ákvéðin var stofnun sam- bandsins kaus fjelagið fulltrúa til sambandsþings (og til þess að taka sæti í Fulltrúaráði verklýðsfjelag- anna í Reykjavík) þær: Jóninu Jónatahsdóttur, Karólínu Siemsen, Maríu Pjetursdóttur og Elku Björnsdóttur. Þessar konur liafa síðan átt sæti í fulltrúaráðinu, 4 ár eða fleiri: Jónína Jóntansdóttir ......... 13 ár Jóhanna Egilsdóttir .......... 10 — .Tóhanna Jónsdóttir ........... 8 —

x

Afmælisblað Verkakvennafjelagsins Framsókn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afmælisblað Verkakvennafjelagsins Framsókn
https://timarit.is/publication/661

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.