Póst- og símatíðindi - 01.12.1963, Blaðsíða 7

Póst- og símatíðindi - 01.12.1963, Blaðsíða 7
7 viðtökustöðin lesa alll skeytið fyrir sendistöðina en stafa fjárhæðina í bókstöfum og endurtaka hvern tölustaf fyrir sig. Upphæðina 5.000 — fimm þúsund — skal endurtaka þannig 5-0-0-0 Finnur Ingi Magnús Magnús Þórður Unnur Sigurður Unnur Nikulás Davíð. Tilkynnið eftir þörfum. %2 1963. Umburðarbréf nr. 51. — Umdæmisstöðvarnar, Vm, Hf, Stm, Póststofan Akureyri. — Vegna reikningsskila ársins 1963 er nauðsynlegt að desember reikningar verði póstlagðir til endurskoðunarinnar í Reykiavík fyrir 8. janúar 1964. Tilkynnið eftir þörfum. W12 1963. Umburðarbréf nr. 52. — Umdæmisstöðvarnar, Vm og Hf. — Hér með er vakin alhygli á, að simstöðin Neskaupstaður cr opin fyrir talsíma- og talstöðvaþjónustu allan sólarhringinn virka daga. Tilkynnið eftir þörfum. '¥i2 1963. Umburðarbréf nr. 53. -— Umdæmisstöðvarnar, Vm og Hf. — Þar sem orðið hefur vart við misskilning meðal almennings á burðargjöldum fyrir jóla- og nýárskort, þykir rétt að taka eftirfarandi frain um þær tegundir bréfapóstsendinga, sem til greina geta komið við sendingu jóla- og nýárskorta í pósti: 1. Bréf: öll jóla- og nýárskort má senda sem bréf og gilda engar sérstakar takmarkanir um það. 2. Bréfspjöld: sem bréfspjöld má aðeins senda þau jóla- og nýárskort, sem að gerð eru eins og póstkort, þ. e. með hægri hlið fyrir utanáskrift og frímerki og vinstri hlið fyrir áritanir sendanda. Um framhliðina gilda engin ákvæði, hún getur verið myndskreytt, með prentuðum texla eða auð. Handskrifa má á bréfspjöld án nokkurra takmarkana, en þau má undir engum kringumstæðum setja i umslag, hvorki opið né lokað. 3. Prentað mál: sem prentað mál má senda þau jóla- og nýárskort, sem hafa prentaðan texta, t. d. jólaóskir. Þá er heimilt að handskrifa á prentsendingar allt að fimm orðum, er séu algengar kveðjur, t. d. gleðileg jól og farsælt nýár. Auk þess má handskrifa nafn og heimili sendanda og viðtakanda. Prentsendingar verða undir öllum kringumstæðum að vera i þannig umbúðum, að auðvelt sé að kanna innihaldið t. d. i opnu umslagi. 1963. Umburðarbréf nr. 54. — Umdæmisstöðvarnar, Vm og Hf. — Samkvæmt ósk Rikisútvarpsins tilkynnist símstöðvunum hér með að útvarpið tekur til flutnings auglýsingar fyrir kr. 6.00 orðið á timanum frá kl. 15.15 alla daga nema sunnudaga. Tilkynnið eftir þörfum. 1;ÍÍ2 1963. Umburðarbréf nr. 55. — Umdæinisstöðvarnar, Vm og Hf. — Samkvæmt ósk Rikisútvarpsins tilkynnist hér með að verð á jóla- og nýárs- kveðjum hækkar frá því í fyrra úr kr. 4.00 i kr. 5.00 fyrir orðið.

x

Póst- og símatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.