Morgunn - 01.06.1946, Blaðsíða 70
60
MORGUNN
er hérna", svöruðu þau og ýttu mér fram. Faðir minn
kyssti mig, hélt mér svo frá sér og sagði: „Þú hefur staðið
þig ágætlega, Flóra“. Hann dró mig að sér aftur, kyssti
mig blíðlega, rak upp fagnaðarhlátur, og þá vaknaði ég“.
J. A. þýddi.
Undralækn&iinn Parish.
Ný bók.
Eins og öllum er kunnugt, eru jafnan til menn, sem hafa
meðfædda tilhneigingu til lækninga og hæfileika til að
framkvæma þær, svo að gagni verði, þótt þeir hafi ekki
lært neitt. Allir kannast við nærfærna menn, sem kallað
er, víða í sveitum, sem verið hafa til mikillar hjálpar bæði
fyrir menn og skepnur. En flestir munu þeir þó eftir föng-
um afla sér nokkurrar þekkingar, þótt þeir, í hálfniðrandi
merkingu séu kallaðir skottulæknar, einkum þeir, sem fást
við mannalækningar.
Ein sérstök tegund lækna eru þó þeir, sem kallað-
ir eru lækningamiðlar. Það eru menn, sem hafa mið-
ilshæfileika, og ein gáfa þeirra, ef til vill aðalgáfan, er
lækningagáfan, og árangur hennar virðist þá fremur sprott-
inn af andlegum áhrifum án þess að nein líkamleg öfl eða
aðferðir komi þar til greina. Það er þá ein af þeim and-
legu náðargáfum, sem Páll postuli telur í I. Kor. bréfi, enda
þessar lækningar oft nefndar andlegar lækningar. Oft er
það, að þessir miðlar hafa í upphafi ekki neina tilhneig-
ingu í þessa átt og það kemur þeim sjálfum á óvart, þegar
þeir allt í einu verða þess vísir, að þeir séu fæddir með
lækningagáfu, og þeim er sagt það af stjórnendum handan
að, að þeim sé ætlað hlutverk að vinna með henni; ekki