Barnablaðið - 01.12.1938, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 01.12.1938, Blaðsíða 4
10 BARNABLAÐIÐ Rósin hans Davíðs. "„Getur þú hlaupið til kaup- mannsins fyrir mig“, sagði frú Bruun við Davíð son sinn, 8 ára gamlan dreng. „En hvað ert þú að gera?“ hrópaði hún upp, því Davíð lá á hnjánum á eldhúsgólf- inu og hafði bundið á sig stóra svuntu af mömmu sinni, hann var með bursta í annari hendinni, en með hinni lagaði hann nokkur dagblöð, sem hann hafði breitt á gólfið. „Ég ætla að fara að þvo blómst- urpottinn, sem rósin mín er í. Það á að veita verðlaun í skólan- um á morgun, þeim er kemur með fallegasta blómið“, útskýrði Davíð, „og er hún ekki líka falleg, rósin mín?“ „Jú, hún er það, drengur minn“, svaraði móðir hans, „en vertu ekki of viss um, að þitt blóm verði fallegast; þú hefir nú ekki séð blóm hinna barnanna. En —“ bætti hún við, „ég verð að biðja þig að fara strax, hérna á miðan- um eru nokkrar vörur, sem ég þarf a.ð nota í miðdagsmatinn, þú getur svo látið hlutina á sinn stað, þegar þú kemur aftur“. Davíð hljóp af stað, og eftir stutta stund var hann kominn heim aftur. Móðir hans tók á móti honum í dyrunum og sagði hon- um, að rétt þegar hann var far- inn, hafði frú Hansen, nágranna- kona þeirra komið, og nú sat hún inni í stofu. „Frú Hansen er kom- in til að vita, hvort hún getur fengið rósina þína keypta“, sagði móðirin. „Nei, mamma, það getur hún ekki“, hrópaði Davíð, „ég vil áreiðanlega ekki selja blómin mín“. „Já, en heyrðu nú, drengur minn, heldurðu að þú viljir það ekki, þegar þú færð að vita, að litla sjúka Elsa hennar frú Han- sen á afmælisdag á morgun. Þú veizt, hversu oft þú hefir séð Elsu sitja við gluggann hérna beint á móti, og horfa á blómin þín, en síðustu dagana hefir hún verið svo veik, að hún hefir ekki þolað að klæðast, og þá hefir hún talað svo mikið um rósina þína. Þess vegna kom móðir hennar til að spyrja þig, hvort þú vildir ekki selja henni rósina, en þú veizt, að hún er fátæk, og getur ekki borg- að mikið fyrir hana“. Meðan frú Bruun skýrði frá þessu, horfði hún blíðlega á litla drenginn sinn, og bað í hjarta sínu, að Guð vildi hjálpa honum, að gera Hans vilja. Án þess að tala meira um þetta, gengu þau inn í stofuna til frú Hansen. Davíð gekk beint til hennar, heilsaði kurteislega og án þess að minnast á verðlaunin, sem átti að veita í skólanum daginn eftir, sagði hann: „Þér skuluð fá rós- ina mína handa Elsu“. Varla hafði

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.