Barnablaðið - 01.12.1938, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 01.12.1938, Blaðsíða 5
BARNABLAÐIÐ 11 hann sleppt orðinu, þegar hann varð að flýta sér út úr stofunni, það var eins og stór kökkur væri i hálsinum á honum, þannig barðist hann við grátinn. Hann hafði vonað svo innilega, að vinna þess- ar 5 krónur, sem kennslukonan hafði heitið í verðlaun, og þær ætlaði hann svo að geyma þangað til í sumar, svo þau gætu farið út í skóginn. Þegar hann kom út í eldhúsið, tók hann blómsturpottinn, með rósinni í, og bar hann inn í svefn- herbergið, þar kraup hann niður við rúmið sitt, með rósina við hlið sér, og byrjaði að biðja á þessa leið: „Kæri Drottinn Jesú! Ég vil svo gjarnan gleðja þig! Vilt þú ekki hjálpa mér, til að verða reglulega glaður, af að gefa Elsu rósina mína!“ Þegar Davíð hafði beðið þessa bæn, hættu tárin að renna niður kinnar hans, brosandi tók hann rósina sína upp aftur, og fór með hana inn í stofuna, rétti móður Elsu hana og sagði: „Þetta er af- mælisgjöf til Elsu, ég vii ekki neina borgun, aðeins að hún verði glöð“. „En móðir þín var rétt núna að segja mér, að þú hefðir sjálfur ætlað að fara með rósina í skól- ann á morgun, þegar verðlaunaút- býtingin fer fram, en þú nefndir það alls ekki. Ef ég hefði vitað það, þá hefði ég ekki beðið þig að selja mér hana, hversu mikið sem Elsa myndi gleðjast af að fá hana“. „Nei, takið þér við henni“, sagði Davíð aftur, „ég er einmitt svo glaður yfir að gefa Elsu hana, hún getur aldrei komið út til að leika sér, eins og við hin“. Stuttu síðar yfirgaf frú Hansen stofuna, með rósina í fanginu, og um leið þakkaði hún hinum litla gjafara innilega. „Ég verð að biðja þig að fara aftur til kaupmannsins11, sagði móðir Davíðs, þegar þau voru orðin ein. „Mér þykir leiðin- legt, að ég gleymdi nokkru, sem ég þarf endilega að nota“. „Ég skal hlaupa undir eins“, sagði Davíð. Hann var mjög glað- ur yfir að fara dálitla sendiferð og fá eitthvað annað að hugsa um, en rósina. Nú gekk hann af stað, blístrandi, því hann vildi svo gjarnan vera reglulega glaður yfir því, að hafa gjört litlu, sjúku stúlkunni þessa óvæntu gleði. En skyndilega stanzaði Davíð; hvað var það sem lá þarna á göt- unni, rétt við fætur hans? Falleg og glæný peningapyngja! Hann leit í kringum sig til að vita hvort hann gæti ekki kallað á eigand- ann, en þar var alls engan að sjá, þess vegna beygði hann sig niður og tók hana upp. Hann opnaði pyngjuna gætilega, því það gat verið að í henni væri nafn eða

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.