Barnablaðið - 01.10.1949, Side 2
Lögreglumaðurinn og bæn Eiríks litla
Lögreglumaður, er hafði skaðbrennzt við að bjarga mönnum út úr
brennandi húsi, var fluttur inn á sjúkrahús nokkurt. í sjúkrahúsinu var
;* hvert rúm skipað. í næstu hvílu við hinn skaðbrennda lögreglumann lá
« sjö ára drengúr og svaf. Hann svaf svo vært, að hann veitti því alls enga
J;!; eftirtekt, sem fram fór umhverfis hann. Undrun hans var því ekki lítil,
| þegar hann vaknaði næsta morgun og sá óþekktan mann vera kominn í
rúmið á móti sér.
„Hver er það?“ spurði hann hjúkrunarkonuna með lágri röddu.
„Hver er það? Lögreglumaður. Nú verður þú að vera þekkur,
« skemmtilegur og góður,“ bætti hún við með glettni, „ef ekki, þá varpar
hann þér í fangelsi, þegar hann er orðinn heilbrigður aftur.“
« Þessi orð höfðu djúp áhrif á litla drenginn. Hann reis til hálfs upp í
!i livílu sinni og athugaði félaga sinn með óttaslegnu augnaráði.
| „Er það satt?“ spurði hann aftur, með hikandi rödd. „Er það virkilega
? lögreglumaður?“
< „Já, vissulega er hann það, það er áreiðanlegt, en hann er mjög veikur.
? Hugsaðu um það og reyndu að vera hljóður — ætlarðu ekki að gera það?“
I Litli, veiki drengurinn horfði enn um stund, með athygli á þenna al-
< varlega, veika nábúa sinn, sem lá þar með aftur augun, því næst lagði
Í hann sig fyrir aftur.
j „Lögreglumaður,“ mælti hann fyrir munni sér, ,,já, reyndar. Ég er nú
í ekki vel ánægður, að vera svo nærri honum, en ef ég verð rólegur, þá
2 gerir hann mér, ef til vill, ekkert.“
? Því næst leit hann varlega á félaga sinn, sem eftir ytra útliti að dæma,
? leið hræðilegar kvalir. Hvað hafði komið fyrir liann, og hvers vegna
2 vaknar hann ekki?
? Lögreglumaðurinn Iá framvegis með aftur augun. Hvers vegna er hann
? svo fölur? sagði Eiríkur litli við sjálfan sig. En rétt í þeirri andránni kom
í læknirinn inn í sjúkrastofuna. Hann gekk beint að hvílu hins nýkomna
2 sjúklings og tók á slagæðinni. Við þessa snertingu vaknaði hann og opn-
? aði augun. Hann athugaði umhverfi sitt með annarlegu augnaráði. Hvert
? var hann kominn? Og hvers vegna var hann þama? Minni hans skýrðist
2 smátt og smátt.
? „Hversu lengi er ég neyddur til að dvelja hér, hr. læknir?“ spurði lög-
: reglumaðurinn.
„Ja-a, það fer nú eftir ástæðum. Það er óhætt að gera ráð fyrir mán-
(Framhald á 3. síðu).