Barnablaðið - 01.10.1949, Blaðsíða 4
2
BARNABLAÐIÐ
mamma kölluð burt frá okkur og
kom aldrei aftur.
Söknuðurinn og tómleikinn var
mjög mikili. Árin geta aldrei eytt
tómleikanum og sorginni eftir
mömmu. Elskum okkar kæru móðir
meðan hún er hjá okkur.
Berum virðingu og traust til
hennar, því að hún er Guðs stóra
gjöf til okkar!
Sá dagur kemur að hún verður
kölluð burt frá okkur, og þá geta
ekki tár okkar og bænir kallað hana
til okkar aftur.
Mamma, kæra mamma,
hver er eins góð og þú?
Enginn á þessari jörðu!
S. J.
Lítilsvirti krypplingurinn!
í Alpadölunum í Norður-Ítalíu
búa Valdenserarnir. Uinkringdir
eru þeir af katolikkum, en þrátt fyr-
ir það halda þeir samt fast við evan-
geliska trú. Nú hafa þeir lögboðið
frjálsræði, en þannig hefir það ekki
ávallt verið. Þeir hafa þolað miklar
ofsóknir vegna Krists og Biblíunn-
ar. Ferðafólk, sem nú gistir í þorp-
um þessa fólks í Alpadölum, heyrir
næturvörðinn hrópa: Klukkan er
12. Friður Guðs hvíli yfir okkur.
Blessuð sé minning Péturs Banner-
mans. Þetta hefir verið hrópað
kynslóð eftir kynslóð. Ferðamenn
spyrja undrandi hver þessi Pétur
Bannerman hafi verið. Það getur
hvert barnið sagt, því að það er það
fyrsta, sem mæðurnar segja þeim, og
þá sögu fá þau að heyra aftur og
aftur. Á tímum ofsóknanna voru
Valdensarnir á stöðugum flótta. Frá
einum dal til annars, fluttu þeir
norður eftir, og komu að jokum í
Chamoisedalinn. Fengju þeir ekki
að vera í friði þar, yrðu þeir að flýja
yfir Alpana eða deyja. Allt var und-
irbúið fyrir þessa hættulegu ferð,
ef að óvinirnir kæmu. Og þeir
komu. Dag nokkurn kom fjöldi her-
manna, sem nú hugðust hafa her-
fangið í höndum sínum.
Fólkið hélt kyrru fyrir, og myrk-
ur og kyrrð lagðist yfir dalinn að
vanda. Það eina, sem heyrðist var
glamur hermannanna, sem höfðu
setzt að í skólahúsinu. En þegar
dimmt var orðið drógu Valdensarn-
ir af stað, og söfnuðust í hellir upp
í fjallinu. Þar féllu þeir á kné og
gamli presturinn hrópaði til Guðs
um varðveizlu á liinni hættulegu
ferð. Svo lögðu þeir af stað. Prest-
urinn gekk fyrstur, svo konur og
börn, og síðast mennirnir. Þegar
stanzað var á göngunni, þurfti að