Barnablaðið - 01.10.1949, Blaðsíða 5
BARNABLAÐIÐ
3
grafa í snjónum, fleira en eitt smá-
barn, og gamlir og lasburða urðu
eftir sums staðar, en hjá þeim var
eftir vopnfær maður, sem átti að
hjálpa þeim, er þeir gætu haldið
áfram. Þegar sólin næsta morgun
kastaði geislum sínum á fjallatind-
ana, sáu hermennirnir langa, svarta
línu svo hátt uppi, að ekki leit út
fyrir að geitur gætu fundið fótfestu
þar. Meðal flóttafólksins var kona
að nafni Meta Bannerman. Hún var
ekkja. Maður hennar hafði dáið í
ofsóknunum og falið hana og börn
þeirra tvö umsjá trúsyskina. Annað
barnið var sex ára drengur, sem var
krypplingur, en hitt var ungbarn.
Konan vafði teppi um iitla barn-
ið og reyndi að halda því fast að
brjósti sér. Veðrið var kalt, og í
fleiri tíma hafði fólkið vaðið snjó-
inn. í hvert skipti þegar stanzað
var, sá Meta hvernig stíffrosin smá-
börn voru tekin úr örmum mæðr-
anna og grafin niður í snjóinn, og
þá þrýsti hún barni sínu fastara að
sér. En byrðin varð þyngri og
þyngri. Hún gat næstum ekki látið
vera að hrópa hátt þegar hún sá
ástæðuna fyrir því. Hún gat ekki
látið aðra vita að barnið væri dáið.
Ekki hugsað til þess, að það yrði
skilið eftir í snjónum. Nei, hún
vildi bera það yfir fjallið, þangað
sem þau fyndu verustað. Þar vildi
hún jarða það við kirkjuhliðina og
hlúa að leiðinu hvern dag.
En sonur hennar, Pétur, sá sorg-
ina á andliti hennar, og hélt að hún
væri þreytt. „Mamma," sagði hann.
„Get ég ekki borið Dóru litlu, svo,
að þú getir hvílt þig?“ Loksins
voru allir komnir upp á fjallið, og
þá var farið að klifra niður á við.
Bak við stóran klett var dálítið skjól
fyrir vindinum. Þar var stanzað til
að hvíla og þakka Guði. Meta gat
nú ekki l^rgur falið að barnið væri
dáið, og ásamt nokkrum öðrum, var
það lagt til hvíldar í sjónum. Nú
hafði Meta aðeins litla, vanskapaða
drenginn eftir, og lagði hún því alla
stund á að annast hann.
Þegar fólkið kom yfir landamæri
Sviss, var því vel tekið, og fékk það
bæði mat og heimili. En það var^
langt frá að vera óhult ennþá.
Mennirnir, bæði ungir og gamlir,
urðu að halda vörð í fjallaskörðun-
um til að mæta óvinunum, ef þeir
freistuðu að elta fólkið. Jafnvel
smá drengir urðu að hjálpa til,
sums staðar urðu þeir að klifra, þar
sem fullorðnir komust ekki.
Það var aðeins Pétur Bannerman,
sem ekki gat verið til gagns.
Mamma hans reyndi að hughreysta
hann og uppörfa til að biðja fyrir
þeim sem væru á fjallinu, það væri
líka veigamikil þátttaka. Og Pétur
bað, en hann langaði til að gera eitt-
hvað meira. Þannig leið tíminn og
jólin nálguðust. Meta hafði eignast
nokkra smápeninga, þar sem hún
hafði ekkert til að gefa drengnum
sínum, gaf hún honum aurana og