Barnablaðið - 01.10.1949, Síða 6

Barnablaðið - 01.10.1949, Síða 6
4 BARNABLAÐIÐ leyfði honum að kaupa sjálfum fyr- ir þá. Drengurinn fór af stað Stundum gægðist hann inn um gluggarúður, þar sem glaðar og hamingjusamar fjölskyldur sátu inni. Þegar hann sá heilbrigð börn leika sér, komu tár í augu hans. Hvers vegna var hann þessi vesalingur. Hjá bæjarstjóran- um var allt uppljómað. Hfinn gægð- ist inn. Nokkur börn sátu við borð og léku sér að tindátum. Einn þeirra datt á gólfið og brotnaði. Lítil telpa ætlaði að taka hann upp, en þá sagði eitt hinna barnanna: „Kastaðu honum, hann er gagns- láus, hann er eins og Pétur Banner- man.“ Pétur heyrði þetta greinilega. Ó, hvað þetta særði hann. Allt, sem hét gleði í hjarta hans, dó á svip- stundu. Hann hraðaði sér heim til að segja mömmu sinni þetta, og alla leiðina endurhljómuðu þessi ótta- legu orð í hjarta hans: „Hann er gagnslaus, hann er eins og Pétur Bannerman.“ Jafnvel í draumi of- sóttu þessi orð liann. Svo var það nótt eina, að Pétur gat ekki sofið, hann varð að fara út eins og hinir drengirnir. Hann klæddi sig og laumaðist út, án þess að mamma hans vaknaði. Það var stjörnubjart, og hann lagði af stað upp f jallið. Ó, hvað hann óskaði að hann væri eins og hinir drengirnir. Yfir gil og sprungur, sem hinir drengirnir gátu stokkið yfir, varð hann að skríða, en hærra og hærra komst hann. Með nokkru millibili hitti hann stórar hrúgur af kvistum og trjágreinum. Hann vissi til hvers þær voru ætlað- ar. Ef einhver vörðurinn yrði var við óvinina átti hann að kveikja eld og gera þannig aðvart, og svo hver af öðrum. Pétur var orðinn þreytt- ur, hann settist niður við eina hrúg- una og hallaði sér upp að henni og sofnaði brátt. Hann dreymdi þá að eldur kviknaði í hrúgunni og ein- hver hrópaði: „Hann er gagnslaus, hann er eins og Pétur Bannerman." Hann hrökk upp. Hafði hann heyrt eitthvað, hann skimaði í kringum sig. Meðfram kletti einum fannst honum eitthvað hreyfa sig. Hann gat séð að þar voru margir menn, þetta hlutu að vera óvinir. Hann langaði til að hrópa, en gat það ekki. En þá datt honum í hug eldfærin, hann þreifaði eftir þeim og kveikti í greinunum, og brátt varð af því stórt bál. Svo flýtti hann sér af stað, og nú sá hann fleiri bál kveikt. Óvinirnir voru uppgötvaðir og hann heyrði þá hrópa eftir sér í reiði. Hann reyndi að gleyma því að hann væri krypplingur og hrað- aði sér niður að þorpinu til að að- vara fólkið sem var sofandi. En stór sprunga varð á vegi hans. Hvernig gat hann komist yfir hana? Það var eins og yfirnáttúrlegir kraftar fylltu hann og hann stökk yfir hana, en um leið hitti píla frá óvinunum hann í síðuna. Með blæðandi sár

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.