Barnablaðið - 01.10.1949, Qupperneq 20

Barnablaðið - 01.10.1949, Qupperneq 20
LÖGREGLUMAÐURINN OG BÆN EIRÍKS LITLA. (Framhald af 3. síðu). „Ég álít, Eiríkur minn, að veslings maðurinn hafi hræðilegar kvalir, kann er alveg bakinn brimasárum.“ „Veiztu hvað, systir, upp frá þessari stund, þegar ég bið fyrir sjálfum mér, þá ætla ég einnig að biðja fyrir honum. Drottinn Jesús mun vissu- lega fallast á það. Hann þekkir svo vel hve veikur lögreglumaðurinn er, og þegar hann fær heilsuna aftur, mun hann biðja sjálfur, eða heldurðu það ekki ,systir?“ „Ég vona bað, litli vinur minn . . . .“ Hún lauk ekki setningunni, því að annar sjúklingur kallaði á hana, og Eiríkur litli var aftur einn með hugsanir sínar. Hann athugaði félaga sinn enn á ný. Því næst lagði hann aftur augun, spennti greipar. og byrj- aði að biðja með hljóðlátri rödd, en þó svo hátt að hinn gat heyrt það. „Kæri Frelsari, ég ætla að biðja einu sinni fyrir Iögreglumanninum og cinu sinni fyrir mér, í þetta skipti er það fyrir honum. Trúfasti og góði hirðir, ég bið þig á þessari nóttu að varðveita Iitla lambið þitt “ Þegar þama var komið, þagnaði Eiríkur litli og andlit hans lýsti efa og um- hugsun. „Þetta er ekki lítið Iamb,“ sagði hann við sjálfan sig, „hann er of stór og of gamall, hvað á ég segja — sauðinn þinn?“ Eftir að hann hafði lokið þessum orðum, endurtók hann: „Trúfasti og góði hirðir, ég bið þig á þessari nóttu að varðveita sauðinn þhm og vaka yfir honum þar til í fyrramálið, ó, vertu honum mjög nærri — amen.“ Á næsta augnabliki hvíldi hið litla bjarta barnshöfuð á koddanum í djúpum og værum svefni. En fyrir lögreglumanninum var svefninn mjög fjarri. í fyrsta lagi voru þrautirnar, sem hann leið á líkamanum, miklar og því næst var hugur hans og hjarta bundið við bæn litla drengsins, ívrir sálu hans, sem var stiginn í hæðirnar til hins góða hirðis. Já, hjarta hans var of hrifið af þessari bæn til þess að hann gæti sofnað. Myndi bænin virkilega verða heyrð? Og gat það verið, að Jesús vildi vaka yfir honum og vernda hann alla hina löngu nótt? Omögulegt, hann liafði alltaf hugsað sér að Guð byggi á stað, sem væri langt, langt í burtu. Og nú hafði hann heyrt að Jesús gæti verið manninum svo undra nærri. Skyldi það vera virkileiki, að Drottinn væri nærri þeim, sem ákallaði liann? „Vertu honum mjög nærri,“ hafði bamið sagt. Gat það verið ínögulegt? Var það, þegar á allt var litið, nokkuð eftirsóknarvert fyrir hann, hinn óhreina og óguðlega syndara? Náttúrlega hafði Eiríkur litli talað við hinn góða hirði um sauðinn hans, en það var misskilningur. (Framhald). ’ý«$ÍSSÍÍ$SS$SSSSÍSSS$ÍSSSSSÍSSSSSÍSSÍ${SSSSSSSSSSSSSSSS$SSSíSSSSSSSSS$SSSÍ

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.