Barnablaðið - 01.04.1950, Síða 6

Barnablaðið - 01.04.1950, Síða 6
4 BARNABLAÐIÐ eins Jesús! Það hefur þú oft heyrt í sunnudagaskólanum og lesið um í Barnablaðinu. — Þegar syndin er fyrirgefin og fjarlægð, verðum við virkilega glöð. Það er bezta meðal- ið við sorg hjartans. „Sá, sem er glaður, er sífellt í veizlu." ('Orðskv. 15 : 15). „Og glatt hjarta veitir góða heilsubót." fOrðskv. 17 : 22). Sunnudagaskólabörn áttu einu sinni að útskýra af hverju hjartað væri glatt. „Það er hjartað, sem trúir á Jesú,“ sagði lítill drengur. „Það er syngjandi hjarta,“ sagði lítil stúlka. „Það er hamingjusamt hjarta,“ sagði annað. „Hjarta, sem hatar syndina,“ sagði það þriðja. — En svo kom öll romsan: Hreinsað hjarta, biðjandi hjarta, starfandi hjarta, hjarta, sem elskar Biblíuna. Það verða þá sjö mismunandi hjörtu. — En þegar Salómon kon- ungur segir: „Speki mannsins hýrg- ar andlit hans,“ ('Préd. 8 : 1), þá langar mig til að mótmæla, því að spekingar heimsins eru sjaldan glaðir, en oft mjög alvarlegir, — næstum eins og myndin er öfug. — En eigi Salómon hér við hina himn- esku speki, þá er ég honum full- komlega sammála. Um speki þessa heims segir Saló- mon: „Því að mikilli speki er sam- fara mikil gremja, og sá, sem eykur þekkingu sína, eykur kvöl sína.“ (Préd. 1 : 18). „Þegar ég sá auglit þitt, var sem ég sæi Guðs auglit," sagði Jakob við Esaú, bróður sinn. (I. Móseb. 33 : 10). Það hlýtur að hafa verið yndislegt. Hatrið var horfið. Skáld eitt sagði: „Milt andlit get- ur unnið meiri sigur, en heil her- sveit.“ Þegar Móse kom ofan af fjallinu Sínaí, eftir að hafa verið með Guði í fjörutíu daga, „stóðu geislar af andlitshörundi hans.“ éll. Móseb. 34 : 29). Ásjóna píslarvottsins Stefáns var „sem engils ásjóna.“ (Postulasagan 6 : 15). Að endingu óskum við þess börn, að þið verðið öll hamingjusöm, brosandi drengir og stúlkur, sem breiðið sólskin á veg annarra. Paul frœndi. HÚN MAMMA Ef stelzt ég út til að fd mér fri, hún mamma grœtur. Ef les ég bókunum ekki i hún mamma grætur. Ef leiðist ég út á lasta stig og Ijósin dvina i kringum mig hún mamma grætur. Ef ég er hlýðinn og gjöri gott — þá gleðst hún mamma, og sýni Guðsbarnsins glöggan vott þá gleðst hún mamma. Ef lausnarinn fær að leiða mig og Ijósin skreyta 7ninn æfistig þá gleðst hún mamma. G. G. frá Melgerði.

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.