Barnablaðið - 01.04.1950, Blaðsíða 9
BARNABLAÐIÐ
7
Hún kom og sá að lítil spíra var
komin upp úr moldinni. Hún bað
innilega til (.uðs, urn að drengur-
inn mætti fá að lifa og fá að sjá
liljurnar vaxa upp. Guð lieyrði
bæn hennar. Litlu síðar uxu upp
finun fallegar liljur, og gleði Ernst
var mjög mikil.
„Mamma, nú er ég ekki lengur
hræddur við að deyja,“ sagði hann.
„Nú er ég tilbúinn að fara lieim
til Jesú, en þú mátt ekki gráta,
mamma mín, því það er miklu
betra að vera heima hjá Jesú, en
liggja hér sjúkur.“ Síðan talaði
hann um himininn og Jesúm, og
hve gott það myndi verða að koma
þangað heim.
Litlu áður en hann kvaddi þenn-
an heim, horfði hann á móður sína
kærleiksríkum, geislandi augum,
sem túlkuðu hans innra ástand.
Svo fékk hann að flytja burt frá
þjáningum, til heimkynna Frelsar-
ans.
Þegar frú Berg síðar hitti Elsu,
sagði hún:
„Kæra Elsa! Ég get aldrei full-
þakkað þér fyrir það, sem þú gerð-
ir fyrir drenginn minn. Óttinn við
dauðann hvarf frá honum, og liann
var svo glaður yfir að fá að fara
heim til Jesú. Hann var ekki leng-
ur hræddur við hina dimmu gröf,
eftir að hann fékk að sjá, hversu
fagrar páskaliljur uxu upp af
hinni dimmu jörð. — Guð blessi
þigl“
Hver var verðugur?
Sál konungur var dáinn. Einnig
Jónatan, liinn góði vinur Davíðs,
sem átti að verða konungur eftir
föður sinn, hafði fallið í stríðinu.
Hver skyldi nú verða konungur?
Hver var þess verður, að verða leið-
togi og stjórnandi fólksins? Hverj-
um treysti fólkið og herinn? Hver
var fyrirmynd allra, þegar á víg-
völlinn var komið. Hvern vildi
fólkið hafa? Hvern vildu leiðtogar
fólksins hafa fyrir æðsta sjórnanda
sinn? Hvern vildi Guð sjá sem
stjórnanda fólks síns á hinum
hættusömu tírnum, þegar her ísra-
els, með Sál í broddi fylkingar,
hafði beðið ósigur fyrir óvinurn
sínum?
Það var aðeins einn, sem kom
til álita. Hann, sem annaðist starf
sitt sem fjárhirðir af kostgæfni og
dugnaði. Hann, sem hafði hug til
að ganga einn út í stríðið, þegar
allir voru hræddir, það var hann,
sem gekk af stað í nafni Drottins
hersveitanna. Nafn hans yar Davíð,
og hann varð konungur.
Hann sér um alla í senn.
En þótt hann elski fuglana,
Hann meira elskar menn.
Kór:
:,: Hann elskar mig :,:
Hann elskar líka mig.
Sá Guð sem elskar lítinn fugl.
Hann líka elskar mig.
%