Barnablaðið - 01.04.1950, Síða 11

Barnablaðið - 01.04.1950, Síða 11
BARNABLAÐIÐ 8 budduna. Þau náðu f aðgöngumiða, og meðan Inger áranguislaust leit- aði þeirra, sátu þau í tjaldinu. ,,Hvar er Inger?“ spurði Óli. „Kemur hún ekki lika?" „Nei,“ sagði Gróa, „hún þurfti að flýta- sér heim, en við förum : seinna." I Óli var samt ekki fyllilega ánægð- ■ ur. „Heldurðu að við megum þetta? Mamma segir, að Jesús verði hrygg- ur, ef við förum á Cirkus eða bíó.“ „Uss, það er allt annað, það er ekki svona sýning, sem hún á við.“ Óli lét sér þetta nægja, en samt var hann feginn, þegar sýningunni var lokið og þau komu út úr tjald- inu. Gróu leið ekki vel á heimleið- inni. Samvizkan ákærði hana og hugrekkið þvarr eftir því sem þau nálguðust heimilið. Frú Svenssen flýtti sér á móti þeim, þegar þau komu heim. „Hvar 1 ósköpunum hafið þið verið?“ spurði hún um leið og hún tók Óla í faðm sér. „Ég var svo óró- leg yfir ykkur, og Inger gat ekki skilið, hvað orðið hefði af ykkur.“ „Við vorum í Cirkus,“ sagði Óli og vafði örmunum um háls mömmu sinnar. „Það var svo gaman að sjá hestana, en einn þeirra var veikur, og ég kenndi svo í brjósti um hann.“ „Voruð þið í Cirkus?“ spurði mamma hans undrandi. „Já, m það var ekki svona Cirk- us, sem Jesús vill ekki að. við för- um í,“ sagði Óli. „Gróa sagði það. Inger þurfti að flýta sér heim, þess vegna kom hún ekki með okkur.“ Gróa fylgdi niðurlút með þeim inn í húsið. Nú, þegar allt var um seinan, iðraðist hún þess, sem hún hafði gert. „Hvar fékkst þú peninga?" spurði frúin Gróu, þegar þær voru tvær einar í eldhúsinu, litlu síðar. „Ég hafði dálitla peninga," sagði Gróa lágt, en hún roðnaði og þorði ekki að líta upp. Frúin þorði ekki að segja henni, að þetta væri ósatt, þótt hún hefði oft rekið sig á það, að Gróa sagði já, þegar hún átti að segja nei. „Ég er hrygg yfir því, að þú fórst með Óla í Cirkus,“ sagði hún. „Við förum aldrei á slíka staði, og með- an þú ert hjá okkur, verður þú að haga þér eftir því, annars þori ég ekki að láta þig halda áfram að passa Óla.“ Þetta var viðkvæmansti punktur- inn fyrir Gróu. „Æi nei!“ sagði hún biðjandi. „Ég skal aldrei gera þetta aftur. Framvegis getið þið reitt ykkur á mig.“ „Jæja, láttu okkur sjá, að þú haldir loforð þitt. Og svo átt þú að biðja Inger fyrirgefningar. Hún leitaði ykkar aftur og fram um kaupstaðinn. Hún var svo hrædd um ykkur. Hún tapaði líka budd- unni sinni. En það vildi svo vel

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.