Barnablaðið - 01.04.1950, Síða 12

Barnablaðið - 01.04.1950, Síða 12
io BARNABLAÐIÐ til, að heimferðarmiðinn með vagn- inum var í vasa hennar. Farðu nú upp og þvoðu þér, við borðum rétt strax.“ Þegar Gróa kom upp á herbergið sitt, settist liún hugsandi á stól. Hún skammaðist sín sárlega. Hún fann að Mai frænka og Hans frændi sáu gegnum ósannindi liennar og blekkingar. Frammi fyrir þeim fannst henni að hún væri nakin í skömm sinni. Það hafði verið dýpsta löngun Gróu, að vinna traust Mai frænku og verða henni til gleði. Á þessari stundu vildi hún gefa hvað sem væri til þess að gera að engu það, sem skeð hafði í kaup- staðnum. En það varð ekki aftur- tekið. Litla buddan hennar Inger lá í kápuvasa hennar, og í örvingl- un sinni faldi hún hana og afgang- inn af peningunum á botni einnar kommóðuskúffunnar. Hún hafði ætlað að kaupa eitthvað gott fyrir afganginn af peningunum, en þeg- ar til átti að taka, þorði hún það ekki. Það hræðilegasta var, að hún hafði séð það á Mai frænku, að hún grunaði hana um að hafa stolið buddunni. Þótt Gróa væri vön að hnupla og skrökva, þá var eitthvað í andrúmsloftinu hér, sem orsakaði það, að hún fékk skömm á þessu, sem liún áður hafði tekið þátt í sem sjálfsögðum hlutum. Bænar- andvarp steig upp frá hjarta henn- ar um það, að hún mætti eignast þetta ólýsanlega, sem hún fann að Mai frænka átti, og Hann, sem heyr- ir hvert andvarp, sem beint er til Hans, Hann lieyrði einnig slitrótta bænartilraun Gróu. Andrúmsloftið á heimili dýralæknisins gerði það að verkum, að Iöngunin eftir að verða hrein og góð óx hjá Gróu. Gegnum alla breytni Mai frænku, gekk vitnisburðurinn um, að Jesús væri sá eini, sem virkilega gæti hjálpað henni. Eftir því sem dag- arnir liðu, varð það meira og meira óþolandi fyrir Gróu, að vita um buddu Inger í kommóðuskúffunni. Oft datt henni í hug, að fara með budduna út í skóg og grafa hana þar, en hún óttaðist að það kæmist upp. Inger kom nú mikið sjaldnar en áður til Óla. Hún fann andúð Gróu, og hversu hún vaktaði Óla, og þótt Inger hefði þekkt hann frá fæðingu, tókst Gróu að skilja þau alveg að. Beiskjan gróf um sig í hjarta Inger, henni fannst Gróa bola sér burtu, og hún hugsaði með ánægju til þess, að þegar hún kæmi í jólaleyfið, jrá yrði Gróa, sem bet- ur færi, farin aftur. Gamla skó- smiðnum var í nöp við Gróu. Inger var eftirlætið lians, og liann gat ekki þolað, að neitt yrði henni til angurs. Kveld nokkurt, þegar frúin hafði beðið kvöldbænina með Gróu, áður en hún færi að sofa, minntist frúin þess, að hún hafði ætlað að gera yið rifu á einum kjólnum hennar.

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.