Barnablaðið - 01.04.1950, Side 14

Barnablaðið - 01.04.1950, Side 14
12 BARNABLAÐIÐ „Já, þú verður að biðja Inger um fyrirgefningu og segja henni frá því, hvað þú hefur gjört. Það stendur í Biblíunni, að Blóð Jesú Krists Guðs Sonar hreinsi af allri synd, en það er aðeins, ef við ját- um syndir vorar. Ef þú játar allt eins og það er, þá mun Jesús fyrir- gefa þér.“ Gróa tók viðbragð og settist upp í rúminu. Augu hennar tindruðu af æsingu. „Það geri ég aldrei,“ hvæsti hún þrjóskulega. ldrei!“ „Ekki heldur, þó ég biðji þig um það?“ sagði frú Svenssen milt og beygði sig að henni. „Gróa, þú verð- ur að viðurkenna syndir þínar, ann- ars færðu ekki frið við Guð. Ég þekki Inger og veit að það er ekki örðugt að fá fyrirgefningu hennar.“ „Já, en ég geri það aldrei," svar- aði Gróa hörkulega. „Ef ég þarf fyrst að biðja hana um fyrirgefn- ingu, þá kæri ég mig ekki um fyrir- gefningu Guðs. Mér dettur ekki í hug, að láta Inger hælast um yfir því, hvað ég hafi gert við pening- ana hennar.“ Frú Svenssen varð að skilja við Gróu, eftir að hafa árangurslaust reynt að telja henni hughvarf. Að- ur en hún fór, lagði hún budduna á náttborðið og sagði: „Nú legg ég hana hér, og svo verður jrú sjálf að ákveða, hvort þú talar við Inger eða ekki. Ég skal ekki þvinga þig, en ég bið fyrir þér og vona innilega, að sú stund komi, að þú biðjir liana í auðmýkt um fyrirgefningu á synd Jrinni.“ Þegar Gróa var orðin ein, tók hún budduna og kastaði henni út í horn. Hún vildi ekki sjá hana framar. Að síðustu sótti lnin hana þó og faldi hana að nýju milli fat- anna í kommóðunni. Þótt hún hefði ekki budduna lengur fyrir augum sér, gat hún samt ekki sofn- að. Eins og vofa ásótti hugsunin hana um það, að hún ætti að biðja Inger um fyrirgefningu. Inger, seni henni varð minna um með hverj- um degi. Öll harkan í sál hennar reis eins og múr umhverfis hana. Hún skyldi ekki aldrei ganga það skref. Þeim skjátlaðist illilega, ef þau héldu, að hún færi að biðja um fyrirgefningu. Og ef það var satt, sem Mai frænka sagði, að Guð fyrir- gæfi henni ekki, þá yrði hún að spjara sig án Hans fyrirgefningar. Það hefði hún gert hingað til og kæmist líklega eins af þetta skiptið. Hún kæfði niður þá löngun eftir hreinleika og friði, sem hafði vakn- að í sál hennar. Hún vildi ekki borga hvað sem væri, til Jress að öðlast frið í hjartað. (Framhald.) MINNISVERS. Jesús sagði: Ég er upprisan og líf- ið, sá, sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi. Jóhannes, 11:25.

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.