Barnablaðið - 01.04.1950, Side 16

Barnablaðið - 01.04.1950, Side 16
14 BARNABLAÐIÐ Allt samverkar þeim til góðs sem Guð elska „Eg man það eins og það hefði skeð í gær“, skrifar einn af bóksöl- um „Kirkjuklukkunnar", hvernig ég, sem 8 ára drengur kom heim úr skólanum einn dag, og fann margar nágrannakonur okkar grátandi í stofunni. Ein af þeim kom á móti mér og sagði: „Kristján, skilur þú hvað það þýðir, að mamma þín er dáin?“ Eg gekk inn í svefnherbergið og sá að mín elskaða móðir lá þar köld og stirðnuð í rúmi sínu. Hún hafði sagt sitt síðasta kær- leiksorð við mig og litlu systkinin mín fjögur, sem öll voru vngri en ég. Aldrei framar áttum við áð fá að sjá hennar blíðu augu og heyra glaða sönginn hennar. En, eins og Biblían segir, „Allt samverkar þeim til góðs, sem Guð elska.“ Þannig var það einnig hér. Eg varð að fara burtu, og mátti vinna frá morgni til kvölds, jafnt sunnudaga sem aðra daga. Á sumrin var það starfi rninn að gæta fénaðarins í skóginum, og það var ekki alltaf létt verk í hinum þétta skógi. Þar úti í einverunni hafði ég góð- an tíma til að hugsa um marga hluti. Á einn og annan hátt hefur Guð talað til mín fyrir Anda sinn. Eg man ennþá hvernig mitt barns- hjarta þráði eitthvað, sem ég þó ekki þekkti. Eg hugsaði einnig mik- ið um hvað orðið liefði af minni kæru móður, þegar hún dó. Einn dag leitaði ég inn í þétt kjarr, og í fyrsta skipti í lífi mínu beygði ég kné og bað mína fyrstu bæn til Guðs í himninum. Hvað ég sagði í bæn minni man ég ekki, en ég grét og var mjög óhamingjusam- ur. En þegar ég hætti að biðja, var ég orðinn svo glaður og hamingju- samur. Mín fyrsta hugsun var, að gæti maður orðið svo hamingjusamur við að biðja til Guðs, þá vildi ég alltaf biðja til Hans og þjóna Honum. Á þeim tíma vissi ég ekkert um Guð, og hafði ekki einu sinni lært „Faðir vor“ á heimili mínu, svo það var Heilagi Andinn aleinn sem leiddi mig til Frelsarans. Eg var fæddur á ný, án nokkurrar hjálpar frá mönnum. Af þeirri ástæðu get ég heldur aldrei efazt uiíi, að það er almáttugur Guð sem stýrir öHu. Eftir því sem tíminn leið, fékk ég að reyna hvernig Guð á marg- víslegan hátt greip inn í líf mitt og hjálpaði mér í margskonar kring- umstæðum. Allt þetta gerði mig ennþá rótfastari í trúnni á Krist. Sem barn þekkti ég engan sem átti lifandi samband við Guð. Af lífi og framkomu fósturforeldra minna

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.