Barnablaðið - 01.04.1950, Side 17
BARNABLAÐIÐ
15
skíldi ég að það var nokkuð, sem
þau ekki þekktu til. A£ Guðs miklu
náð mætti Hann mér sem barni og
frelsaði mig og það heldur enn í
dag.
En þið, kæru, litlu vinir, sem haf-
ið langtum betra en ég hafði sem
barn, þar sem þið fáið að heyra
Guðs orð, bæði í sunnudagaskólan
um og mörgum öðrum stöðum;
hafið þið gefið Jesú lijartað ykkar
og tekið á móti Honum sem Frels-
ara ykkar og vini?
HVERNIG ÞÚ VINNUR SIGUR.
Það er reynsla mín, að það ung-
menni, sem ekki byrjar að stríða
gegn syndinni fyrr en á augnabliki
freistingarinnar, bíður ætíð ósigur.
En sá unglingur, sem stöðugt hefur
opið hjarta fyrir Guðs góða varð-
veitandi krafti, og útilokar sál sína
frá vondum áhrifum, hann sigrar
ætíð með aðstoð Guðs náðar, á
freistingarstund.
John R. Mott.
BIÐJIÐ OG STARFIÐ.
María litla var dugleg og áhuga-
söm, bæði heima og í skólanum.
Hún gat næstum alltaf svarað
spurningum kennara síns réttilega,
þvf námsgreinar sínar lærði hún
vel. Dag nokkurn kom ein af skóla-
systrum hennar, og spurði:
— Hvernig stendur á því, að þú
kannt ætíð námsgreinar þínar svona
vel?
BARNABLAÐIÐ
kemur út fimm sinniom á ári, tvö-
falt blað í hvert skipti, — alls 10
blöð árlega. — Verð 5.00 kr. ár-
gangurinn, og greiðist 1. Júní. —
í lausasölu kostar blaðið kr. 1.25
eintakið.
Útgefandi: Fíladelfía, Akureyri.
Afgreiðslan er hjá
Jóhanni Pálssyni,
Glerárgötu 3, Akureyri.
Prentverk Odds Bjömssonar h.t.
— Ég bið ávallt til Guðs um hjálj^
til þess að læra þær vel, svaraði
María.
— Þetta vil ég einnig reyna, sagði
bekkjarsystir Maríu, hún sem sjald-
an kunni nokkurt orð.
Næsta morgun, þegar kennarinn
spurði hana, gat hún eins og venju-
lega engu svarað.
í frímínútunum kom hún til
Maríu, ávítaði hana fyrir að liafa
gabbað sig svona, og sagði: — Ég hef
beðið til Guðs, en kunni samt sem
áður ekkert orð, sagði hún ergileg.
María svaraði: — Hvað mörgum
sinnum last þú bækur þínar?
— Ég las þær aldrei, sagði lata
stúlkan, því ég áleit að ég þyrfti
ekkert að lesa, úr því ég hafði beðið,
Þá sagði María: — Við eigum að
biðja og lesa svo.
Bæn og starf fer saman.