Barnablaðið - 01.04.1960, Qupperneq 4

Barnablaðið - 01.04.1960, Qupperneq 4
Pétur og Elnu. En það er svo dimmt framundan núna, Þórður minn litli.“ v „En mamma, við eigum þó kart- öflur í kjallaranum og eldivið úti í byrginu, og við eigurn Guð og livort annað, og litlu stofuna okk- ar.“ ,,já, bara að svo væri!“ andvarp- aði mamma hans. ,,En livað er þá að?“ spurði Þórð- ur hálfhræddur og losaði sig úr fangi hennar. „Þórður minn, við getum orðið húsvillt þá og þegar. Heimilið okk- ar hérna tilheyrði okkur bara á meðan pabbi þinn lifði og gat unri- ið uppi á herragarðinum. Nú fær einhver annar atvinnu pabba þíns.“ „Já, en mamma, get ég ekki feng- ið hana?“ Mamma brosti að drengnum sín- um. „Þú ert of lítill, vinur minn, og hefur ekki krafta ti'l þess.“ „Lítill", endurtók Þórður og dró skyrtuermina upp fyrir olnboga. „Pabbi sagði að ég væri sterkur. Og víst er ég nógu sterkur til að aka vagninum herragarðseigandans eins og pabbi gerði. Svo get ég líka unnið fleiri daga í vikunni en pabbi. I vor hætti ég í skólanum. Heldurðu ekki að það dugi, mamma?“ Þórður var svo ákafur. Mamma varð enn einu sinni að faðrna góða drenginn sinn. „Kannski, og kannski ekki,“ sagði hún. Hún vildi ekki hryggja hann með því að segja það sem hún hugs- aði innst inni. „Það er nú undir því komið hvern hug herragarðs- eigandinn ber til okkar,“ sagði hún loks. „Við skulum biðja Guð að gera hann okkur velviljaðan,“ sagði Þórður, „því að Guð getur það.“ „Hvernig veiztu það, drengur minn?“ spurði hún. „Hvernig?" Þórður leit upp stór- um augum. „Heyrðirðu það ekki mamma, að ég'var einmitt að lesa um það mörgum sinnum? Guð hef- ur sjálfur sagt það.“ „Jú, jú!“ Víst hafði mamma hevrt það. „Mamma, við skulum biðja Guð núna strax!“ Þórður dró mömmu sína niður á knén við hliðina á sér. „Bið þú drengurinn minn. Þii hefur meiri trú í kvöld en ég,“ sagði mamma hans. Og Þórður bað einfaldlega, barnslega og blátt áfram eins og áður, þegar hann bað pabba sinn um eitthvað. Mamma hans gat ekki varizt tárum. Andi Guðs snerti hjarta hennar „Drottinn, kenndu mér að biðja,“ andvarpaði hún í hjarta sínu. „Gefðu mér barnslegt trúar- traust á þér. Og láttu ekki dreng- inn minn verða til skammar í sinni föstu trú á þig.“ Það var barið að dyrum, stuttum, hörðum höggum. Móðirin flýtti sér að standa upp. „Gjörið svo vel,“ sagði hún. Sá sem inn kom, var sjálf- ur herragarðseigandinn. Móðir og sonur hrukku við. 24 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.