Barnablaðið - 01.04.1960, Page 5

Barnablaðið - 01.04.1960, Page 5
„Gott kvöld!“ sagði hann þurr- lega. „Eg ætla bara að láta ykkur vita, að á nýárinu vil ég að búið sé að rýnia lnisið, því að ég hcf hugsað mér að ráða fólk til að llytja í það. Minnist þið nti þess, sem ég hef sagt, svo við þurfurn ekki að eyða fleiri orðum um það." Herragarðseigandinn bjóst til að fara samstundis. Orð hans konru eins og reiðarslag yfir móðurina, þó að hún helði búizt við þessu. Hún gat engu svarað. En þá gekk hórður fram. „Herragarðseigandi!“ sagði hann djarflega. „Gæti ég ekki fengið að halda húsinu með sömu skilmál- um og pabbi?“ Þá var það sagt. Herragarðseig- andinn var yfir sig liissa. Svo skelli- hló hann, háðslegum, skerandi hlátri. „Þú, stráklingur! Hvað ætti ég að gera við þig? Kannski til að smala. Ekki getur þú unnið á ökrum eða engjum.“ „En ég gæti kannski ekið vagni fyrir yður,“ dirfðist Þórður að bæta við. „Og ég vildi gjarnan vinna lleiri daga hjá yður en pabbi minn vann. Ég skyldi með Guðs hjálp gera mitt bezta!" Tárin stóðu í aug- um Þórðar. „Bull!“ tautaði lierramaðurinn. „Þú hefur bezt af að vera lijá móð- 111 þinni enn um tíma. Munið þið nú eftir livað ég sagði. Urn nýárið á húsið að vera laust!“ Svo fór hann. og skóhljóðið dó út í fjarska. „Guð, var þetta bænheyrsla?'1 snökkti móðirin og faldi andlitið i höndum sér. Það dinnndi meir og meir í stofunni. Litlu systkinin höfðu sofnað á bekknunr. Það var svo þungbúið og raunalegt inni að Þórði fannst hann ekki geta andað. Hann varð að fara út í myrkrið, storminn og rigninguna. Honurn fannst eins og ltann yrði að glíma við einhvern. „Mamma," sagði hann þreytu- lega. „Ég ætla að skreppa út snöggv- ast. Kannski fer ég til tréskósmiðs- ins. Ög þá verð ég dálitla stund." Móðir hans lét hann fara. Henni fannst hún líka þurfa að vera í einrúmi. „Klæddu þig vel og gættu þín í myrkrinu," sagði hún. Þórður gekk til hennar og strauk um liárið á henni. „Vertu ekki hrygg mamma," sagði hann. „Þetta getur allt farið vel. Guð getur bæn- lieyrt okkur á einhvern hátt, sein við höfum ekki hugsað okkur. Það er áreiðanlegt að hann gerir það, annars væru orð hans ekki sönn.“ Svo fór Þórður, en orð lians, full af trúartrausti, bergmáluðu í hjarta móðurinnar. „Akalla mig á degí neyðarinnar," var sem hvíslað væri að henni. Og nú var sannarlega neyð á ferðum. Hún kraup aftur til bænar, og .nú gat hún beðið. Þórður streittist áfram í storm- inum eftir skógargötunni í myrkr- inu. „Ákalla mig á degi neyðarinn- ar, ég mun frelsa þig, og þú skait vegsama mig,“ sagði hann aftur og aftur með sjálfum sér. BARNABLABIÐ 25

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.