Barnablaðið - 01.04.1960, Side 6

Barnablaðið - 01.04.1960, Side 6
Honum fannst hann ekki geta beðið, og hann vissi ekki að öll sái hans var eitt bænahróp upp til Guðs. Hann ætlaði að fara til gamla \inar síns, tréskósmiðsins, því að hann kunni að biðja, og Þórður áleit að Guð mundi svara bæn hans. Hugsandi nálgaðist hann ak- brautina. Þá heyrði hann allt í einu einhvern kveinka sér skammt framundan. Hann grillti nú, í rnann, sem sat á þúfu, en sá ekki fyrir myrkrinu hver það var. Eu þegar hann kom nær, sá hann að það var enginn annar en lierra- garðseigandinn sjálfur. „Hver er þetta?“ spurði hann veiklulegri röddu. „Eg er Þórður Ólafsson í hjá- leigunni, eins og þér heyrið,“ sagði Þórður. „Já, svo. Hm,“ sagði herranrað- urinn og stundi við. „Eg hef slasað mig í fætinum, líklega brotið hann. Ég féll um trjárót. Viltu fara heirn, og láta vagn koma að sækja mig?“ „Gjarnan," svaraði Þórður og hentist af stað. „Kannski er liann dugandi dreng- ur þrátt fyrir allt,“ hugsaði herra- gárðseigandinn. „Ef hann er líkm föður sínum þá er gott efni í hon- um. Ef til vill hef ég verið of harð- ur við þau. Hefði líklega átt að lofa þeim að vera kyrrurn til vors- ins.“ Þórður kom móður og másandi á herragarðinn. Þar var enginn heima nema ráðskonan. Vinnuhjú- in höfðu orðið samferða í heimboð til býlis, senr var hálfa mílu frá herragarðinum Víðibýli. Ráðskonunni brá mjög við tíð- indin. Hvað átti hún að gera? Þetta var meiri óhamingjan. „Þetta getur allt orðið gott,“ sagði Þórður. „Bara ef hestur er hér við hendina, þá skal ég lara og sækja herragarðseigandann.“ „Blessaður drengurinn! Ef þú getur það, þá ertu duglegur. Víst höftim við hest. Bíddu á meðan ég sæki lukt, og svo skal ég hjálpa þér.“ Gamla ráðskonan fór að flýta sér og það gekk vel að koma aktýgjun- um á hestinn og spenna fyrir, því að það kunni Þórður vel, harm hafði alltaf haft áhuga fyrir lrestum og ökutækjum. Svo hoppaði hann upp í sætið, sveiflaði keyrinu og sveigði hest og vagn fimlega út á veginn, rétt eins og það væri Andrés vinnumaður sjálfur. Herragarðseigandinn lá kyrr á þúfunni og kveinkaði sér. Og vænt þótti honum um þegar hann heyrði hófatakið og vagnskröltið. „Þetta var rösklega gert bæði af drengnum og Andrési," hugsaði liann þegar liann heyrði vagninn nálgast. Það var annars heppni að Andrés skyldi vera heima. Annars hefði hann orðið að liggja hér tímunum saman. En drengurinn varð að fá eitthvað að launum fyrir hjálpina, því að það var Guðs mildi að hann kom einmitt framhjá á réttum tíma Nú kom vagninn í ljós. Gott var 26 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.