Barnablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 7

Barnablaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 7
það'- að akvegurinn var svo nærri. „Guð blessi þig Andrés, að þú skyldir koma svo fljótt,“ stundi herragarðseigandinn, þegar vagn- inn staðnæmdist. Það var nærri því aldimmt í skógarjaðrinum, en Þórð- ur hafði góða sjón, og sveigði hest og vagn nett og fimlega fram á milli trjánna og snarstöðvaði liest- inn beint fyrir framan manninn. „Nei, Andrés var ekki heima, svo að ég tók hestinn og vagninn ef herragarðseigandinn vill láta mig aka sér heim.“ Herragarðseigandinn ræksti sig aftur og aftur. Hann gleymdi nærri því þrautinni. „Ert það þú, Þórður?" tautaði hann. „Því hefði ég ekki trúað. Þetta var rösklega gert af þér! “ Það var erfitt fyrir herragarðs- eigandann að komast upp í vagn- inn. En nú sýndi það sig að Þórð- ur var ekki eins ónýtur og liann hafði haldið. Drengurinn hafði krafta í kögglum. Svo var haldið heimleiðis. Allt gekk ágætlega. Það var ekki laust við að herragarðs- eigandinn fyndi til hlygðunar þegar hann hugleiddi heimsókn sína að hjáleigubænum fyrr um kvöldið, og þá atburði sent síðan höfðu átt sér stað. Það leit svo út sem æðri máttarvöld hefðu stjórn- að öllu saman. Þegar heim kom vildi garnla ráðs- konan endilega láta sækja lækni. Því þótt að hcrragarðseigandinn hefði kannski ekki beinbrotnað. gat þó fóturinn hafa skekkst í liðn- urn. Og. nú vantaði ökumanninn Að Andrés skyldi ekki vera heima. Mikil vandræði gátu þetta verið. Þórður sem stóð við dyrnar, heyrði samtalið. „Má ég ekki sækja lækninn?“ spurði hann. „Víst máttu það, drengur minn. En þorirðu það um rniðja nótt, og heldurðu að þú ratir?“ spurði ráðs- konan. „Eg bæði þori og rata. Læknir- inn býr rétt við stöðvarhúsið. Ég hef séð nafnskiltið hans mörarum o sinnum,“ svaraði Þórður. „Þú ert röskari drengur en ég hafði haldið,“ sagði nú herragarðs- eigandinn. „Þú skallt ekki hugsa að þú fáir ekkert fyrir þetta. Klæddu hann vel, Anna, svo að hann ofkælist ekki. Vittu hvort hann getur ekki verið í loðkáp- unni og loðhúfunni minni. Það ætti ekki að gera til þegar hann situr og ekur vagninum." Þórður fór nú í þessi umtöluðu föt, og þó að það hefði tekið sig einkennilega út í dagsbirtunni að sjá hann í gervi herragarðseigand- ans, þá var nú allt öðru rnáli að gegna. Hann sat stöðugur í sætinu, honum var hlýtt, og hann stýrði hesti og vagni örugglega. Bráðum var hálf míla vegar að baki, og vagninn rann inn á götur litla kaupstaðarins. Þórður batt hestinn við síma- staur, gaf honunr heypokann, og gleymdi ekki að breiða yfir hann gæruskinnsfeldinn. Síðan gekk BARNABLAÐin 27

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.