Barnablaðið - 01.04.1960, Síða 8

Barnablaðið - 01.04.1960, Síða 8
hann að læknishúsinu og hringdi dyrabjöllunni. Hann studdi fingri á hnappinn þangað til opnað var. Læknirinn opnaði sjálfur og gott var það að hann var góðlyndur. „Skárri er það nú hringingin!" sagði hann. „Hver ert þú, og livert er erindið?" Þórður tók nú ofan stóru loðhúf- una herragarðseigandans. „Ég ætla að biðja lækninn að koma með mér til lierragarðseigandans á Víðibýli. Hann liefur dottið og meitt sig illa í fæti og kennir mikið til. Ef nú læknirinn gæti konrið strax með mér þá væri það gott.“ ,.Já, en þú vilt kannski leyfa mér að ljúka úr tebollamnn? Eða ef til vill má múta þér til að konra inn ■ að borðinu?" „Nei, þökk fyrir,“ og Þórður hneygði sig kurteislega. „Hraustir drengir ségja ekki: „Nei þökk“, sagði læknirinn og tók í kragann á loðfeldi Þórðar og ýtti honum á undan sér alla leið að borðstofudyrunum. En þá snar- stanzaði Þórður. „Eg verð að minnsta kosti að fara úr tréskónum, frúnni getur mislíkað,“ sagði hann. Læknirinn hló hjartanlega. „Engin hætta á því, drengur minn.“ Svo settist Þórður að tedrykkju hjá lækninum. Hann át og drakk með góðri lyst því það var langt síð- an liann hafði borðað fátæklega miðdegismatinn. Læknirinn horfði á liann ánægjulega. Hann var mikill vinur röskra og djarfra drengja. „Já, borðaðu nú eins og þú get- ur í þig komið“, sagði hann og stóð upp frá borðinu. „A meðan býst ég til ferðar." „Já, þökk fyrir, égget vel borðað eina sneið enn,“ sagði Þórður frjáls- mannlega. Læknirinn liló. Loksins var Þórður mettur og ánægður, og læknirinn og hann fóru nú í yfir- hafnirnar, stigu upp í vagninn og óku af stað. „Nú ábyrgist þú líf mitt, Þórður," sagði læknirinn. „Líf okkar er nú í hendi Guðs,“ svaraði Þórður. „En þegar nm það er að ræða að halda liesti og vagni á veginum, þá skal ég gera mitt bezta." Og það gjörði hann líka. Áfram héldu þeir undir ágætri stjórn Þórðar, sem hafði glöggar gætur á öllu, og öruggt taumhald á hestinum. Á meðan töluðu þeii fjörlega saman og Þórður var alveg eins frjálsmannlegur og áður við borðið. Læknirinn skemmti sér vel. Tíminn léið fljótt, og áður en varði, sveigði vagninn upp að Víðibýli og nam staðar við tröppurnar. Herragarðseigandinn varð glað- ur þegar læknirinn kom; því að hann hafði þjáðst rnjög í fætinum. Við rannsókn kom í ljós að fótuv- inn \rar ekki brotinn, en samt þurfti herragarðseigandinn að liggja rúm- fastur um tíma. Andrés vinnumaður var nú koiti- inn heim, og ók hann lækninum til baka, en Þórður lagði af stað heim- leiðis án þakklætis og launa. Nú var komið miðnætti og 28 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.