Barnablaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 39

Barnablaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 39
sem hann kleif tindinn. Hann varð skelf- ingu lostinn, þegar honum varð hugsað til þess, að ef til vill væru arnarungarnir nú að eta upp litlu stúlkuna hans. Kraftaverk varð að eiga sér stað, ef stúlkan hans ætti að lifa og ef honum ætti að heppnast að bjarga henni. En Guð var þess megnugur, að framkvæma slíka hluti. Nú var Iiann svo að segja kominn upp á efstu brún tindsins. Hann var í mikilli geðs- hræringu, þegar hann mjakaðist áfram, síð- asta spölinn á höndum og fótum. Nt'i hafði hann náð brúninni. Hann lá á klettanös og horfði niður eftir hamraveggnum og svipaðist um eftir arnarhreiðrinu. Jú, þarna var það. Það var á lítilli klettanös, sem stóð út úr hamraveggnum. Fullorðnu ernirnir sáust ekki. En í miðju hreiðrinu lá Katrín litla hreylingarlaus, og umhverfis hana sátu fjórir arnarungar. En þeir snertu ekki við barninu. Sennilega voru þeir ennþá svo undrandi, og kannski dálítið hræddir við svo óvenjulegan ,,matarbita“, lítið stúlkubarn. Og fullorðnu ernirnir, sem fundu andúð unganna á þessari óvenjidegu fæðu. höfðu sennilega farið aftur af stað í leit að einhverju ætilegu, sem gæti satt Iiungur unganna, meðan þeir væru að venjast nýju fæðunni, barni mannanna. Var Katrín litla ennþá lifandi? Ef hún lægi nú þarna í meðvitundarleysi og vaknaði svo skyndilega upp og hreyfði sig, þá var henni bráður bani búinn. Hún mundi detta út úr hreiðrinu. Möller fylltist enn á ný skelfingu við þessa hugsun. Nú varð liann að hafa hrað- ann á. Gömlu ernirnir gátu komið þá og þegar til baka. Ef hann vogaði því að bíða þeirra, þá gæti hann skotið þá hér af bjarg- brúninni. Möller var mjög fimur skotmaður. En slíkur biðtími gæti kostað of mikið. Katrín gæti hrapað niður í djúpið, eða arn- arungarnir ráðist á hana. I flýti festi Möller annan enda kaðalsins utan unr klettanibbu og gekk tryggilega frá lionunr. Síðan lét hann lrinn enda kaðalsins síga lrægt og varnfærnislega í átt að arnar- hreiðrinu. Þegar endi kaðalsins nálgaðist Arnarun^arnir yRRldu siff or RÖrRuðu. hreiðrið, þá urðu arnarungarnir órólegir, en róuðust síðan fljótlega aftur. Nú tók Möller föstu taki unr kaðalinn og lróf ferð sína niður hanrraveg»imr. Til allrar hanringju var honunr ekki svimagjarnt. Arn- arungarnir yggldu sig og görguðu og böð- uðu út vængjununr, þegar Möller náði fót- festu í hreiðrinu. Þeir hjuggu nefjunr sínum í fætur hans, en Möller skeytti því engu, því að hann sá, sér til mikillar gleði og hugarlétt- is, að Katrín litla var lifandi. Nú hefðu stóru ernirnir mátt konra, meðan ihann stóð þar á klettanösinni í hreiðrinu. Hann var með byssuna nreð sér og ef þeir kæmu nú, þá yrði bardaganunr við þá lokið á skönrmum tíma. Hins vegar gat verið hættulegt fyrir hann, ef þeir kæmu nreðan hann væri að klifra upp klettabeltið. Hann þurfti að bera Katrínu undir annarri hendinni og nreð hinni þurfti 39

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.