Barnablaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 11

Barnablaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 11
Betra en óskastjarna En hvað þetta er falleg stjarna,“ sagði Katrín við Maríu, um leið og hún benti á stjörnu, sent sást blika á himninum fyrir of- an álmtréð, þar sem stúlkurnar stóðu. „O, það er óskastjarnan mín“, svaraði María. „Veizt þú að í hvert skipti, sem ég sé liana, þá óska ég mér að eignast nýtt reiðhjól. Hvers mundir þú óska þér, Katrín?” ‘ Katrín var ekki lengi að hugsa sig um. Ég mundi ábyggilega óska mér að fá lítinn páfa- gauk, helzt bláan,“ svaraði María. „Það getur vel verið að þú getir fengið hann.“ En Katrín hristi höfuðið. „Það verður að minnsta kosti langt þangað til. Jólin eru lið- in hjá, og afmæli mitt er ekki fyrr en í októ- ber,“ svaraði hún. Nu kallaði móðir Maríu á hana, því að það var tími kominn til þess að borða kvöld- verð. Katrín fór lieim til sín, en gat ekki hætt að hugsa um páfagaukinn. Víst var gaman að eiga vinstúlku, sem átti 11

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.