Sameiningin - 01.03.1887, Qupperneq 5
MánaSarrit tit stuðnings kirkju og kristindómi íslendinga,
gejið' út af hinu ev. lút. kirkjufélagi ísl. í Vestrheimi.
RITSTJÓRI JÓN BJARNASON.
2. árg. WINNIPEG, MAEZ 1887. Nr. 1.
Di’ottinn segir í 2. Mós. 20, 5, um leiö og hann birtir Mósesi
hin tíu Ijoöorð’: „Eg em vandlætissamr guð, sem hegni
fyrir misgjörðir feðranna á börnunum í þriðja og fjórða
lið, á þeim, sem mig hata“. það sýnist í fyrstu eitthvað und-
arlegt þetta, að guðleg hegning fyrir syndir foreldranna komi
niðr á börnum þeirra og barnabörnum og enn þá lengra fram í
ættir. það sýnist naumast réttlát vandlætingarsemi af guði að
láta börnin gjalda synda þeirra, sem foreldrar þeirra hafa drýgt.
það sýnist ranglát vandlætingarsemi þetta. Og menn hafa líka
einatt hneykslazt á þessu, með því að þeir hafa talið guði, al-
góðum og alfulllcomnum, ósamboðið að segja slíkt, hvað þá í
afskiftum sínum af högum syndugra manna að breyta eftir
þessu sínu lagaboði. Eeyndar segir guð að eins í hinni á minnztu
ritningargrein, að hegning fyrir misgjörðir feðranna lendi á þeim
niðjum þeirra í þriðja og fjórða lið, sem hati hann, svo auðsætt
ert að allir sleppa við slíkri hegning, sem elska drottin. En
látum manninn vera, vondan, óguðlegan mann ; er ekki nóg að
yfir hann komi hegning fyrir hans eigin syndir ? Getr rétt-
lætið heimtað nokkuð meira ? Er það ekki himinhrópanda rang-
læti að yfir nokkurn mann sé lögð annarleg syndagjöld ?
Svona hugsa menn oft, og náttúrlegri slcynsemi, takmark-
aðri og ófullkominni eins og hún er hér í jarðneskum mann-
heimi, liggr ávallt við að hugsa þannig. Svo Imeykslast menn