Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1887, Síða 12

Sameiningin - 01.03.1887, Síða 12
—8— mennast eru hafðir fyrir lexíur á hverjum sunnudegi fyrir sig í sunnudagsskólum þessa lands og víðar. Kennendrnir í sunnu- dagsskólum safnaða vorra geta eins fyrir því valið sér hverja biblíukafla fyrir lexíur, sem þeim gott þykir. Yér vonnumst eftir að geta einhvern tíma áðr en 2. ár- gangr „Sam.“ er úti látið blað vort fœra lesendum þess ritgjörð- ir frá ýmsum öðrum en sjálfum oss. þannig hefir séra Friðrik J. Bergmann heitið oss því, að senda oss eitthvað í „Sam.“, svo fijótt sem hann getr því við komið fyrir embættisönnum. Og séra Helgi Hálfdanarson, hinn mikilsvirti forstöðumaðr presta- skólans í Reykjavík, hefir góðfúslega boðið oss greinar í blaðið um ákveðið mikilsvarðanda efni. Yér vitum fyrir víst, að les- endr „Sam.“ hugsa gott til þess, sem í vændum kann að vera frá báðum þessum mönnum. Meðan blaðið er ekki stœrra en það er verða menn að gjöra sig ánœgða með það, þótt það ekki fœri mönnum nema mjög lítið af almennum kirkjulegum fréttum. Yér látum það, sem oss þykir þjóð vora, í þeim sporum, sem hún stendr nú, mest varða, sitja í fyrirrúmi fyrir öllu öðru, þá er kemr til efnisvals í blaðið. ««<----•—.........—• -----»» Píslarsaga frelsara vors byrjar svo : „þegar þeir höfðu lof- sönginn sungið, fóru þeir til Olíufjallsins". í þeirri hlið Olíu- fjallsins, sem sneri að Jerúsalem, lá Getsemane. þangað lagði Jesús með lærisveinum sínum á stað. Yér vitum, hvað þar beið hans. það var hið sára dauðans sálarstríð. Jesús vissi líka sjálfr, hvað fyrir lá, þá er hann gekk út úr kvöldmáltíðarsaln- um að lofsöngnnm eftir hið heilaga borðhald enduðum. Hugs- aðu þér, maðr, að Getsemane sé fyrir framan þig, að þú sért á leiðinni þangað. Getsemane og Golgata getið fallið saman fyr- ir þér, en það getr líka verið að skilið. það er að segja: það getr verið, þú þurfir að vaða elfi dauðans, eina eða fleiri, áðr en hin síðasta kemr. En það getr líka hugsazt, að engin slík torfœra sé á vegi þínum, þangað til þú stendr við takmarkið síðasta. En allt kemr fyrir eitt. þér er nóg, að þú veizt, að þú ert á leiðinni til Getsemane. Dauðastríðið hið síðasta er eftir óháð. þess er í upphafi píslarsögu Jesú getið, að þeir hafi farið til Olíufjallsins, og ekkert minnzt á Getsemane fyr en síð- ar. Hinu megin við Olíufjallið lá Betanía, þar sem ástvinir

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.