Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1887, Qupperneq 13

Sameiningin - 01.03.1887, Qupperneq 13
9- Jesú áttu heima, þau systkinin Marta og María og Lazarus. Ef vér ekki vissum meira en það, sem stendr þarna í upphaf- inu, þar sem segir, að þeir haíi farið til Olíufjallsins, gætum vér ímyndað oss, að áfangastaðrinn myndi verða á þeim blettinum, þar sem Jesús virðist hafa átt bezt og þægilegast á hinni jarð- nesku æíi niðrlægingar sinnar. En ferðinni var í þetta skifti ekki heitið þangað. Getsemane lá nær, og þangað lá leiðin. Nú, drottinn vissi þetta fyrir. En hversu margr hefir vonglaðr lagt á stað, með lofsöng gleðinnar í lijarta sínu, í þeirri von að komast brátt á einhvern kæran og eftir þráðan blett, en Getsemane var nær, og þar varð við að koma, og lengri varð svo ekki leiðin. Flestir hafa eitthvert jarðneskt takmark fyr- ir augunum eða í huganum, sem þeir eru að keppa að ná til, í þeirri von, að þar talci eitthvað gott við. Einn er að hugsa um að verða svo eða svo efnaðr, eða jafnvel auðugr. Einn er að hugsa um að losna við skuldir sínar og verða svo öðrum mönnum óháðr. Einn er að hugsa um að komast í hjónaband. Einn er að hugsa um að skifta um bústað. Einn er að hugsa um að ná svo eða svo mikilli menntan eða upplýsing. Einn er að hugsa um að fá vini sína og vandamenn til sín eða kom- ast til þeirra. Og svona nærri því í hið óendanlega. Margir stefna eða sýnast stefna í hina eftir þreyðu átt. En Getsemane er eflaust á veginuin fyrir sumum enn nær en hið ímyndaða sælutakmark. þú kemst, ef til vill, aldrei þangað, sem þú ætl- ar þér, óskar eftir að komast. Og úr því að það getr eins vel verið, að svo fari, þá bústu við Getsemane. Bústu við hinu illa og óþægilega; hið góða skaðar ekki. Og þótt Getsemane kunni að vera lengra hurtu, þá er það víst, að fyr eða síðar liggr þó leiðin þangað. Hugsaðu þig þá kominn til Getsemane nú fáein augnablik. þú tekr auðvitað, að svo miklu leyti sem þú átt þess kost, allt það með þér inn í Getsemane, sem þér er hjartkærast, eða sem þú helzt vonar að þá geti dugað þér. Lítum á Jesú. Hann hafði oft áðr farið einn á afvikinn stað inn í Getsemane að biðjast fyrir. En nú, af því dauðastríðið var fyrir höndum, vildi hann ekki fara þangað inn einn. Og svo velr hann þrjá ástkærustu lærisveina sína úr öllum hóp þeirra, og tekr þá með sér inn í garðinn. þú vilt eflaust eins hafa hina hjartkærustu ástvini þína hjá þér, þegar hin inikla stundin upp rennr. En

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.