Sameiningin - 01.03.1887, Síða 15
—11—
luirm stendr frammi fyrir dómstóli Pílatusar, hrópar allr lýðr
eins og með einuni munni: „Komi blóð hans yfir oss og börn
vor“, og: „Burt með hann, krossfestist hann“. Ekki ein rödd
heyrist nú, sem mælir á móti því, að honum sé útskúfað, sem
áðr var tilbeðinn af svo mörgum.—Hér höfum vér heimsins
hátt á öllum tímum fyrir oss í spegli. Mótlætisins og krossins
tíð er komin fyrir einhverjum. Hve oft sofna þá vinirnir
út af ! Máttinn vantar til að hjálpa. Meðan þér gengr vel,
þá er fullt upp af vinum umhverfis þig, allir fúsir að hjálpa. En
óðar en herðir að, upp leysist vinahóprinn. Viljann vantar til
að hjálpa. j)að er tekið til að kasta steinum á einhvern, og óð-
ar tekr heill hópr manna upp steina og kastar í sömu átt, vit-
andi ekkert, hvað hann gjörir, hirðandi ekkert um, hvað hann
gjörir, að eins til að fylgja „móönum“. það má með slíku at-
ferli skapa manni, sem saklaus eða sekr hefir fallið niðr af því
stigi, er hann áðr stóð á, sárt dauöastríð mitt í lífinu. Svo
hætti menn þá að kasta steinum á nokkurn mann í blindni. En
sá, sem sálarstríð verðr að þola út af slíku andlegu steinkasti,
gleymi því ekki, að Jesú er ávallt að hitta í Getsemane, og
hann vakir hjá þér og yfir þér, þó að hvert mannsbarn sé út
af sofnaö yfir hörmungum þínum.
En hvar er sönnunin, spyr líklega einhver, fyrir því að
kristindómrinn dugi á hinni vondu tíð, að fyrirheitin kristi-
legu sé ekki tómt tál ? Vér vonum að margir geti sagt: „Krist-
indómrinn dugar, því eg hefi reynt það. Eg hefi komið í Get-
semane, og þegar eg, með sál mína hrygga til dauða, leit til
frelsara míns, þá létti á hjarta mínu“. En sumir geta líklega
ekki sagt, að þeir hafi rejmt þetta. þig vantar trú, og með
Getsemane fyrir framan þig sérðu þó, að það væri gott að trúa
kristilega, og að þú ert mjög vansæll án trúar. þú ert nú í
anda kominn til Getseinane. þú finnr forboða dauðastríðsins.
0, hvað gjörði Jesús í Getsemane ? Hann bað. þú veizt, livern-
ig hann bað. Reyndu að fara að biðja, og vittu, hver niðrstað-
an verðr. Biddu hvað eftir annað, heitt, innilega, rit af ang-
ist þinni. Svo gjörði Jesús. Og loks slotaði storminum í sálu
hans. Himneskr engill kom og styrkti hann. Með dauðastríð
sitt í huganum, enn þá fyrir franuxn sig, getr hver maðr lært
að biðja. Og í heiini bœnarinnar fæst sönnun fyrir því að
kristindómrinn dugi.