Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1887, Qupperneq 17

Sameiningin - 01.03.1887, Qupperneq 17
—13 prentaðir eða ekki. „þessa sálma alla þykir ekki svara kostn- aði að prenta hér í heild sinni", segir í innganginum til þessa registrs. Sálmaverk séra Stefáns eru þó, þótt margt megi nú að finna, það, sem ef til vill fremr en nokkuð annað hefir hald- ið nafni hans uppi meðal hinnar íslenzku þjóöar.—])að voru einu sinni menn á ferð með sjó fram ú Islandi, segir sagan. þar var ófœrt nema með fjöru, því með flóði skall sjórinn upp í hamrana þar á ströndinni, en nú flœddi óðum, nóttin fór í hönd, og mennirnir sáu, að eigi mátti lengra haida fyr en að morgni. Svo bjuggu þeir um sig í bás nokkrum um nóttina. Til að hressa sig og stytta sér stundir tóku þeir að syngja Passíusálma Hallgríms Pétrssonar; en annað veifið kváðu þeir þó Andra-rímur. þá heyrðist sagt í berginu fyrir ofan þá: „Andra-rímur þykja mér fínar, en Hallgríms sálma vil eg ekki“. Eitthvað svipað tilfinning bergbúans virðist hafa vakað fyrir útgefanda þessa Ijóðasafns eftir Stefán Ólafsson, þá erþað verðr niðrstaðan að sleppa sálmunum, en taka sumt vísnarusl, sem ekki er meira en Andra-rímna ígildi. „Fjallkonan" er enn að rita um „alþýðumenntan"; það er fram- hald af því, sem hún kom með síðast liðið sumar, og höfum vér áðr („Sam.“ I. 6) skýrt frá, hvað hún þá hafði að athuga við kristindómsfroeðsluna íslenzku. En nú lætr blaðið (11. Des.) ó- nefndan mann, sem það segir sé einn merlcasti prestr landsins, í sambandi við þetta alþýðumenntunarmál skýra frá skoðan sinni á barnalærdóminum kristilega, og farast honum svo orð: „Alþýðumenntan er víða hvar engin til,—víða ekki vísir til alþýðumenntunar. Að sönnu er flestum kennt að lesa og skrifa, en slíkir hlutir út af fyrir sig eru ekki menntandi. það eru „mekaniskar“ íþróttir, anda mannsins og skynsemi ó- viðkomandi, fólgnar í því að geta þekkt sundr og myndað á blað rúma 20 bókstafi. Meðal alþýðumanna vorra er naumast einn af hundraði sendibréfsfœr. Svo kemr barnalærdómrinn með sína fyrirdœming, djöful og helvíti. Barnalærdómrinn er, því miðr, helzt til þess fallinn, að drepa niðr námfýsi ungdóms- ins, og er höfuðókostrinn sá, að hann bindr liugann við einskorð- að ágrip, en gefr ekki manninum neinn forsmeklc sannrar menntunar. Barnalærdómrinn og fermingareiðrinn er hvort öðru samboðið,—tvö neyðarúrræði þeirrar kirkju, sem elcki hefir and-

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.