Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.04.1887, Qupperneq 2

Sameiningin - 01.04.1887, Qupperneq 2
•18- Nú, hvernig sem úr kann aS rœtast vandræða-ástandinu heima á Islandi, þá búast menn almennt hér viS fjölmennum hópi af íslenzku fólki að heiman í sumar. Og þótt svo kunni nú að fara, að ekki neitt sérlega margir komi vestr hingað í þctta sinni, þá má út frá einu ganga sem alveg vísu, því: að vestrfarir haldi úr þessu stöðugt áfram frá íslandi, meiri eða minni á ári hverju, líklega um marga ókomna áratugi. Sá rek- spölur er nú einu sinni kominn á, og straumrinn verðr úr þessu ekki stöðvaður, þótt menn vildi. ÁrferðiS batnar auðvitað aftr á Islandi; það verðr upp og niðr framvegis eins og það hefir veriö á liðnum öldum. J)að geta komiö veltiár á Islandi enn, og þau koma sjálfsagt öðru hverju. En vestrfarir Islendinga hætta ekki fyrir því. þcir verða eflaust eins og aðrar þjóðir, sem komnar eru út í þennan vestrfararstraum, allt af að smá- tínast til þessa lands. Margir munu á ókominni tíð vestr fara, enda þótt ekkert sérlegt kreppi að þeim heima og enda þótt þeir viti það fyrir, að engin sérleg sælutiivera bíðr þeirra hér. því fleiri kunningja og vini sem menn á ísiandi eiga 'hér í landi, því fleiri verða fyrir þá þau öfl, sem draga þá hingað. Hitt er líka fyr>r almenningi vitanlegt, að þetta land er að náttiirunni betra land og auðugra en Island, eins og líka það, aö mönnurn vegnar hér yflr höfuð að tala betur með tilliti til daglegs brauðs en á Islandi. Atvinnufrelsið er hér on nærri því ótakmarkaö, og fyrir því er eðlilegt að margir gangist. Og þar sem aldrei sýnist ætla að fást það stjórnfrelsi, sem menn þykjast endilega þurfa á Islandi, en menn vita, að það á hér heima, þá er ekki neitt undarlegt, þótt það út af fyrir sig verði ýmsum löndum vorum nógu sterk hvöt til að láta berast með straumnum vestr hingað. Svo það má með hér um bil full- kominni vissu segja það fyrir, að löndum vorum fjöigar óðum framvegis hér í Vestrheimi fyrir fólksflutninga heiman frá Is- landi, og það er ekkert óhugsanda, að um það leyti er fólk úr öðrum löndum hættir að leita hingað til landnáms, fyrir þá sök að allt nýtilegt land hér—það er að segja í Canada og Banda- ríkjum—er upp tekiö, eigi helmingur hinnar íslenzku þjóðar heima hérna megin Atlanzhafs. Hvað þarf að gjöra og hvað á að gjöra til þess að líkam- legri tilveru þess fólks, er frá íslandi kemr, sé í bráðina borg- ið ? Svo var spurt af oss Islendingum í fyrra með tilliti til

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.