Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1887, Side 3

Sameiningin - 01.04.1887, Side 3
■19— þess fólks, er þá var væntanlegt frá Islandi. Og vér spyrjum eins enn með tilliti til þeirra, er vér nú búumst við aS bœtist við í hóp vorn heiman að á þessu ári. Mörgum kann að þykja þetta vandræða-spurning, og þar sem búizt er við að allt af verði á hverju ári væntanlegr hingað til lands stœrri eða minni hópr íslendinga, flestra auðvitað bláfátœkra, hræðast sumir, ef til vill, að þessi sama vandræðaspurning verði allt af uppi með- al hinnar nú lifandi íslenzku kynslóðar í þessu landi. því verðr ekki heldr neitað, að úr vöndu er að ráða, þá er fólk vort hér stendr frammi fyrir nýkomnum hópi allslausra landa sinna. En fram úr þeim vandræðum hefir furðanlega verið ráðið hingað til; menn liafa ótrúlega enzt til að rétta hinu nýkomna fólki hjálparhönd, og vér vonum að rnönnum verði í þessu efni ekki verra til en verið hefir að undanförnu. það var og ekki eigin- lega þessi svo kallaða vandræða-spurning, sem vér hér ætluðum að gjöra að umtalsefni. það er önnur spurning snertandi inn- flyténdr af vorri þjóð, sem vér vildum hér tala um. Og sú spurning er þessi: Hvað þarf að gjöra til þess að þjóð vor verði ekki verr farin fyrir það að hafa flutt hingað burt frá Islandi, þó að hún eigi' betra með tilliti til daglegs brauðs en heima ? Ut af þessari spurning er fyrst nauðsynlegt að gjöra sér grein fyrir því, hvernig það sé hugsanlegt, að hinar líkamlegu ástœður manna batni og rnenn þó geti verið verr farnir eftir en áðr. það liggr í því, að líf mannsins er ekki tómt líkamslíf; hann þarf líka að hugsa um hið andlega líf sitt, og því getr stórum hnignað á sama tíma sem hinn líkamlegi hagr manns- ins fœrist til batnaðar. Og batnandi jarðneskr hagr verðr vit- anlega einatt freisting til þess að hníga í andlegu tilliti niðr á lægra stig en maðr áðr stóð á. Að bágbornar ástœður í lík- amlegu tilliti geta líka freistað manna til þess að lækka andlega eða jafnvel láta hið andlega líf sitt með öliu út deyja, er óyggj- andi sannleikr, en það atriði lcemr oss ekki nú við. Hér er um það að rœða, hve hœglega það getr fyrir komið, að maðrinn sökkvi niðr á bóginn á andlegan hátt um leið og hann er upp að rísa að því er líkamleg kjör hans snertir. Og vér megum búast við því að svo fari fyrir eigi fáum af fólki þjóðar varrar, sem til þessa lands kemr, nema því að eins að öll varúð sé við höfð sérstaklega af þeim, sem hér eru fyrir. „Dregr hver dám

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.