Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1887, Síða 4

Sameiningin - 01.04.1887, Síða 4
—20— af sínum sessunaut". Mætti nú út frú því ganga, að fólk vort nýkomið frá Islandi fengi yíir höfuö að tala fyrir „sessu- nauta“ karla og konur heyrandi til hinum betra hluta af lýð lands þessa, þá þyrfti ekki mikið að óttast. En það er allt annað uppi á teningnum. Hinn svo kallaði innlendi, þ. e.: ensku- talandi, lýðr hór í Ameríku, einkum, ef til vill, hér í Canada, lítr yíir höfuð smáum augum á inníluttan annarra þjóða lýð, og þeir, sem efst standa í mannfélaginu, vilja eðlilega sem minnst mök hafa við umkomulausa innflyténdr, enda eru þeir venju- lega svo efnum búnir, að þeir þurfa ekki að leggja hönd á þá vinnu, sér til lífsuppeldis, sem efnalausir og—eftir því sem hér er litið á—fákunnandi og „mállausir" útlendingar eru neyddir til og mega þakka fyrir. Hverjir verða svo eðlilega sessunaut- arnir eða samvinnumennirnir ? Lægsti hluti hins innlenda lýðs. Hinir kæru landar vorir, eins og allir, sem úr öðrum löndum koma hingað, reka sig fyrst á skríl landsins, eða það verðr lang- mest af því fólki í upphafi á vegi þeirra, og þeim er eigi unnt við því að gjöra. Hið andlega líí á ekki fyrir sér að þrosk- ast í slíkum skóla nema því að eins að andlegir lífsstraumar komi úr annarri átt. Einstölcu nýkomnir menn eru svo heppnir að lenda í vist hjá eða samvinnu með heiðarlegu og göfuglega hugsanda fólki, en það eru einstök höpp, sem óhugsanda er að öllum þorra aðkomuíólks hlotnist. Oft er eigi unnt að hafa hug- mynd um það fyrir fram, hvernig sú eða sú vistin, er býðst, muni reynast fyrir hið andlega líf þeirra, er þar lenda. Enda er því miðr af mörgum ekkert verið um það að hugsa, og að eins að því spurt, live hátt kaup sé boðið. þótt margt megi nú að þjóðlífinu íslenzka heima á Islandi finna með tilliti til andlegra efna og siðferðisskoðana, þá er það víst, að slíka spill- ing með tilliti til lífs og hugsunarháttar eins og þá, er hér rík- ir víða í þjóðlífinu, hefir alþýða manna á íslandi ekki minnstu hugmynd um. Og þegar svo ungt fólk og andlega óþroskað kemr hingað, vitanda ekki neitt um þær nýju hættur, sem hinu andlega lífi þeirra eru hér búnar, hvað er þá líklegra en að fleiri eða færri lendi í hinn óþekkta iðustraum spillingarinnar og athugi ekkert, hvert hann hefir borið sig, fyr en of seint er aftr að snúa ? Yér erum hér fremr öllu öðru að hugsa um œsku- lýðinn af innflyténdum fólks vors, því bæði er það að hættu- legustu freistingarnar í þjóðlífinu hér mœta lang-helzt þeiin hluta

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.