Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1887, Síða 7

Sameiningin - 01.04.1887, Síða 7
—23— dauðum, hefir í för með sér,—þaS var þetta almáttuga afl, sem á fáum árum lét til verða kristinn trúarflokk, ótrúlega fjöl- mennan og út breiddan í öllum löndum bins afar-víðlenda Róma- veldis til forna. Almenningr, sem þá tók kristna trú, mátti eiga það hér um bil víst, að grimmar og blóðugar ofsóknir biði þeirra, er kristnir gjörðust, enda hafði Jesús sagt lærisveinum sínum það fyrir, að svo myndi veröa. Og samt gjörðust heilir hópar fólks kristnir. það var vissan um það að Jesús væri upp risinn og þar með vissan um það að hann væri guð jafn- framt því að hann var sannr maðr, sem kom þessu til leiðar. Menn heilsuöu hver öðrum á hinum fyrstu öldum kristninnar á páskadagsmorguninn með þessu ávarpi: „Drottinn er upp ris- inn“,—„drottinn er sannarlega upp risinn“. Og þessi páskakveðja bergmálaði í hjörtum kxistinna manna á hverjum sunnudegi og hverjum virkurn degi hvar sem þeir voru staddir og gaf þeirn yfirnáttúrlegan styrk í sorgum lífsins og á píslargöngunni út í e!d og undir sverðseggjar og jafnvel í ginið á Ijórium og tígr- um. Hefði vissan ekki verið föst í hjörturn þeirra urn það að Jesús væri upp risinn, um það að hann væri guð, þá hefði allr iiinn andlegi undrakraftr, sem bar þá áfram í lífinu og dauðan- um, gjörsamlega horfið ; liin kristna kenning hefði þá óðar orðið ónýt og trú kristinna manna þá líka reynzt ónýt. Ef sú vissa hættir í hjörtum manna með kristnu nafni, að Jesús sé upp ris- inn frá dauðum, lifi og ríki á hirnni og jörðu sem guð blessaðr um aldir alda, þá er allr þeirra kristindómr farinn og trú þeirra ónýt og ekki lengr kristin trú. Menn verða að geta heilsað hver öðrum á göngu lífs og dauða með hinni fornu páskakveðju: „Drottinn er sannarlega upp risinn". þeir eru til innan kristninnar og hafa um langan aldr til verið, sem neita guðdómi Krists eða þykjast ekki mega þora að trúa honum, sérstaklega fyrir þá sök auðvitað, að það sé engin órœk sönnun fyrir því, að Jesús hafi nokkurn tíma upp risið það sé á rnóti lögum náttúrunnar að slíkt hafi átt sér stað, það sé á móti heilbrigðri skynsemi að trúa slíku. Hin kristna páskagleði á eðlilega ekki heima í hjörtum þeirra, er þessu halda fram. Ekki viljum vér kasta steini á þessa menn fyrir vantrú þeirra. það liggr nógu þungr steinn á hjörtum þeirra samt. því sannarlega er sá maðr vansæll og aumkunarverðr, sem elcki getr fengið sig til að trúa neinu öðru en því, er séð verðr hér

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.