Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.04.1887, Qupperneq 10

Sameiningin - 01.04.1887, Qupperneq 10
—26 gæti menn, ef menn liöi illt fyrir þessa lj'gi hér í heimi, átt þess von, að fá himneslta dýrð og sælu að launum í eilífðinni ? Nei, ef þeir trúðu einu orði af öllu því, sem Jesús hafði boðað þeim áðr en hann lét líf sitt, þá hlutu þeir að vita og vera sann- fœrðir um, að sannleikanum urðu þeir að fylgja, að allri lj'gi urðu þcir að hafna, ef þeir ætti að geta í gúðs ríkið komizt eftir dauðann. Postular Jesú Krists g á t u ekki flutt mönnum ann- an boðskap en þann, er þeir voru sanní'œrðir um að var heilagr sannleikr. En ef til vill hafa lærisveinar Jesú Krists aldrei kennt neitt í þá úttina að hann hefði upp risið og væri guð. Guð- spjöllin og hin önnur rit nýja testamentisins eru eigi skrásett af þeim mönnum, sem kirkjan eignar þau, heldr af mönnum, sem voru löngu seinna uppi. ]>að er til gömul og ný vantrú í heiminum, sem þessu reynir að ota fram. Kristindómr nýja testamentisins á eftir henni að vera allt önnur kenningf en sú, er lærisveinar Jesú héldu frarnjaðdiinni jarðnesku æfi hans endaðri. Alls konar hjátrú og hindrvitni á að hafa blandazt saman við hina upphaflegu hreinu kenning postula hans eftir því sem tím- ar liðu fram, og kristindómrinn í þessum afmyndaða búningi, fullr af yfirnáttúrlegum táknurn og stórmerkjum, sem hjátrú þeirrar aldar myndaði, og þar á meðal upprisu Jesú Krists, á að vera það, sem nýja testamentið heldr fram. Yantrúnni dug- ar nú ekki lengr að berja annað eins og þetta blákalt fram, því það er nú vísindalega sannað, að rit hins nýja testamentis eru eitt með öðru í letr fœrð fyrir lok 1. aldar eftir fœðing Krists, og að höfundar þeirra eru engir aðrir en þeir, sem þau frá upphafi hafa verið eignuð. Ritvissa bókanna í nýja testa- mentinu er eins fullkomlega sönnuð eins og nokkurra fornald- arrita eftir Grikki eða Rómverja. Og út í það er ekki tœki- freri til að fara hér nákvæmar. En setjum, að postular Krists ætti ekki eitt orð í öllu nýja testamentinu, eða að ekkert nýja testament væri til, vér vissum samt með fullkominni vissu, að alveg sama trúin Jesú viðvíkjandi, trúin á hans upprisu og guðdóm, sem allt nýja testamentið bergmálar af, lifði í hjört- um manna í hinurn kristnu söfnuðum, sem rétt eftir dauða Jesú mynduðust um endilangt Rómaveldi, og að það var einmitt þessi trú, sem grundvallaði hina kristnu söfnuði og hélt þeim uppi, og það var fyrir þessa trú, en alls eigi fyrir siðalærdóm krist-

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.