Sameiningin - 01.04.1887, Qupperneq 14
—30—
inn og hans vegir með mennina sé einber miskúnn og trúfesti.—
I hinni síSari rœðunni er yíir því lýst í upphafi, að Jesús hafi
aldrei fœðzt í Betlehem, heldr, „eins og hver annar lítill drengr,
í Nazaret án allrar opinberunar engla og undra“. En í fyrri
rœðunni segir þó, að guð hafi komið í hinum blíða blœ jóla-
nóttina, þá er friðarsöngr englanna hljómaði yfir jörðinni. Hér
sýnist ekki lítil mótsögn, en svo er bœtt úr skák með því að
segja, að englarnir syngi allt af yfir hverju litlu barni, er vaxa
eigi upp til veiþóknunar guðs, eins og Jesús gjörði. En þetta
er þó í raun og veru ekki svo, heldr aðeins skáldskapr hjá
Janson. Svo er farið að sýna, hve þunnt og. gleðisnautt jóla-
evangelíið sé eftir venjulegum skoðunum kirkjunnar: Hvert
barn, svo lengi sem það er óskírt, eigi að vera „dálítill kol-
svartr púki“, gefið algjörlega á vald djöflinum og helvíti. þetta
eru nú helber ósannindi; engin evangelisk kirkja kennir það, og
sízt hin íslenzka kirkja ; fullorðið fólk vort man, hvað stendr
í þeim barnalærdómi, sem það lærði, um þau börn, er deyja
áðr en þau hljóta skírn. Svo það var óþarfi að fara að unga þessu
andlega örverpi hr. Jansons rit á íslenzku til þess ineð þessari
grýlu að fæla menn frá vorum kirkjulærdómi. Að Jesús hafi
liðið kvalir í vorn stað þykir Janson hneykslanda hégómamál.
En er þaö fremr á móti skyseminni heldr en að trúa því, eins og
hann gjörir í fyrri roeðunni, að vér hljótum hér í þessu lífi „að
líöa hver með öðrum, taka hver með öðrum ábyrgöina og þola
hegninguna hver með öðrum“ ? það á að vera hlœgilegt að sak-
laus líði fyrir sekan. Börnin nýfœdd eru saklaus eftir skoðan
Jansons. Líða þau ekki of't sárt og grátlega ? Og líða þau
ekki oft fyrir annarra syndir ? foreldra sinna ? kynslóðarinn-
ar ? beint eftir þegar tilfœrðum orðum Jansons. Og hvar er
þá allt hið guðlega réttlæti frá únitarisku skynsemissjónarmiði ?
þá er því mótmælt, að gamla testamentið sé af guði innblásið.
það leiðir af því, sem áðr var til fœrt úr fyrri rœðunni. En
hann neitar innblæstri nýja testamentisins alveg eins. Og sein-
ast er yfir því býsnazt, að kirkjan skuli kenna eilífa fyrirdœm-
ing og látast samt geta fagnað yfir því að öllum sé frelsari fœddr.
Með þessari fyrirdœmingarkenning á eigi að vera unnt að elska
guð. En vér spyrjum : l/nitara-fiolok rinn og aðrir, sem afneita
þessari kenning, þó að hún, svo íramarlega sem guðspjöllin eru
ekki tómr lygasamsetningr, só skýlaust Jesú eigin kenning,—hvað