Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 10.04.1888, Blaðsíða 6

Sameiningin - 10.04.1888, Blaðsíða 6
—38— tilveru síns eigin manntelags eins og hún i sannleika er. Betr aö það væri ekki eins almennt eins og það er hjá þjóð vorri, aS vilja sýnasb í stað þess að vera. Betr að þjóðernisandinn íslenzki gæti sem fyrst verðskuldað sama vitnisburð og sagnaritarinn róinverski1) gefr einum pólitiska manninum2) hjá sinni þjóð til forna: „Hann vildi heldr vera góðr en sýnast góðr“. þegar fólk vort kemr hingað yfir um frá Islandi, þá horfir það yfir höfuð að tala á náttúruna, stjórnina og póli- tíkina þar heima með Realista-augum; en allt um það hætt- ir mörgum við að horfa á sjálfa sig og sína góðu eigin- legleika og þá oft. jafnframt á þjóðerniskosti vora í gegn um sjónauka Idealistans. þeir sjá gallana við flest það á Islandi, sem þeim var ósjálfi'átt, en miklu síðr við það, sem hverjum einstökum ætti að vera sjálfrátt. Og svo verðr tilhnegingin svo rík til þess að gjöra miklu meira úr ágæti þess hlutskiftis, sem þeir hafa sjálfir valið sér hér, heldr on það er í raun og veru. Menn kunnu orðin: „framför" og „frelsk' og „félagsskapr" og „menntan“ og „þjóðmenning“, þegar þeir komu að heiman; það var ómögulegt annað en að læra þau utan að i nútíðarskóla pólitisku mannanna heima. Og svo er eins og margir ímyndi sér, að mönnum hér hafi fleygt stórkostlega frain, þó ekki só gjört annað en eins og heima að halda þessum fögru orðuin á lofti. Menn hugsa svo lítið um að vera, en svo mikið um að sýnast. það eru sumir Islendingar hér, sem af engu reiðast eins mikið eins og ef sá realistiski sannleikr er sagðr upp hátt, að margt ný-komið fólk eigi hér bágt, ellegar jiað, sein eftir hlutarins eðli hlýtr að vera jafn-mikill sannleikr, að í þjóðlífi þessa lands sé ýmsar voðalegar hættur, sem óþekktar eru á íslandi; öldungis eins og hið pólitiska Island verðr uppi, ef bágindin og eymda-ástandið, sem þar á heima, er gjört heyrum kunnugt. Menn vilja á báðum stöðunum sjmast betri og meiri menn en þeir cru. Menn eru eins og Ide- alista-skáldin, þegar þeir hafa sjálfa sig og mannlífið, sem næst þeim er, fyrir augum. En ef skoða skal eðli og 1) Sallust, er lézt árið 35 f. Kr. 2) Calo, sem dó í Útika árið 46 f. Kr.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.