Sameiningin - 10.04.1888, Blaðsíða 15
47-
og sem einmitt í þessum skýringum sínum fór eftir text-
anum og niSrrööuninni í harmoníu Tatians. þessar skýr-
mgar voru áör nærri því ókunnar guðfroeðingum kirkjunnar,
enda vita menn ekki annað en aö frumrit þeirra sé týnt,
en armenisk þýðing hefir geymzt af þeim, og eftir henni
þýddi dr. Mösinger á latínu. En svo kemr rétt nú sjálf
harmonía Tatians upp úr kafinu. Hún er alvcg ný-
fundin í bókasafni Vaticansins í Rómaborg í handriti á
arabiskri tungu, heil og vel haldin. þetta handrit hefir
legið þar síðan um miðja 18. öld. Assemani, frægr frœði-
maðr í austrlenzkri bókvísi, sem fœddist árið 1687 austr á
Sýrlandi og sem varð bókavörðr í Yaticaninu og andaðist
1768, hefir komið með það frá austrlöndum. það þykir
furðu gegna, að þetta merkilega rit skuli hafa leynzt þarna
svona lengi, þar sem sí og æ er fullt af lærðum rnönn-
um úr öllum menntalöndum heimsins, sem einlægt eru að
róta í hinu mikla ritasafni, og sem virðast mætti að allt
hef'ði fyrir löngu rannsakað ofan í kjölinn.
Ilér með læt eg aíla þá, sem safnað hafa áskrifend-
um að hinni íslenzku þýðing minni af bók Monrads:
„Ur heimi bœnarinnar“, og almenning yfir höfuð að tala
vita, að eg hefi af ráðið að gefa bókina út, og að þá og
þegar verðr byrjað á prentanhmi í prentsmiðju „Lögbergs"
hér í boenum. Og vona eg, að bókin verði að minnsta
kosti komin út að áliðnu sumri.
Eg þakka kærlega öllum þeim, sem með því að útvega
mér væntanlega kaupendr að bókinni hafa stutt að því, að
henni yrði komið á prent, eins og líka öllum, er lofazt hafa
til að kaupa hana, þegar hún er útkomin.
Winnipeg, 12. Maí 1888.
Jón Bjarnason.
» Lexíur fyrir sunnudagsskólann; annar ársfjói'ðungr 1888.
10. lexía, sd. 3. Júní: Ivrossfesting Jesú (Matt. 27, 33-50).
11. lexía, sd. 10. Júní: Úpprisa Jesú (Matt. 28, 1-15).
12. lexía, sd. 17. Júní: UmboðiS mikla (Matt. 28, 16-20).
13. lexía, sd. 24. Júní: Yfirlit.