Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 10.04.1888, Blaðsíða 1

Sameiningin - 10.04.1888, Blaðsíða 1
Mánad'arrit til stuðnings Jcirhju og Jcristindómi íslendinga, gefið' út af Jiinu ev. lút. JcirJcjufélagi ísl. i VestrJieimi. RITSTJÓRI JÓN BJARNASON. d. árg. WINNIPEG, APRÍL, 1888. Ni- 8. ITMestum íslendinguin, sem nokkuS hafa fylgt með tíman- _ um, mun það kunnugt, að stefna skáldskaparins á vorri tíð er talsvert öðruvísi en áðr var, þótt elcki sé litið lengra aftr í tímann en einn eða tvo áratugi. Ekki þó svo að skilja, að á þessum allra-síðasta tíma hafi nokkuð alveg nýtt verið fundið í skáldskaparlegu tilliti, sem ekkert þekkt- ist til áðr, heldr svo, að eitt atriði, sem áðr var tiltölu- lega lítið gætt í skáldskap þeim, er næst liggr vorri tíð, kemr nú miklu meira fram en fyr. Skáldin áðr höfðu sér- staklega tilhneging til þess að draga upp myndir af til- veru mannlífsins, ekki eins og það var eða er, heldr eins og þeiin fannst það ætti að vera og gæti verið. Skáldin nú þar á móti hafa sérstaklega tilhneging til að sýna mannlífið, ekki eins og það gæti verið og ætti að vera, heldr eins og það er í reyndinni, nákvæmlega eins og það birtist hér fyrir augum þeirra. Hin fyr nefndu skáld höfðu hugsjónir lifsins fyrir sér, eins og þeir ímynduðu sér þær, þá er þeir voru að draga upp sínar mannlífsmyndir. það eru hinir svo kölluðu ídealistar, hugsjónaskáldin. Hin síðar nefndu skáld, skáldin, sem mest ríki hafa nú óneit- anlega í skáldskáparheiminum, hafa virkilegleik hins jarð- neska mannlífs fyrir sér, ]iá er þeir eru að draga upp sín-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.