Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1888, Page 2

Sameiningin - 01.06.1888, Page 2
—50— £rá smáflokkunum, sem standa fyrír utan aSalkirkj udeild- irnar, aS slíkir menn koma, heldr og úr öilum hinum marg- breytilegu flokkum Meþodista og Baptista og í seinni tíð einnig frá Kongregazíónalistum og Preshyteríönum. Hvar sem þjóðverjar, Danir, Svíar eða Norðmenn setjast að, eru þessir náungar óðar við hendina til þess að leiða nýbyggjana hurtu frá hinni lútersku trú og vega að þeim allt um kring. þeim keinr eklci til hugar að bera um- hyggju fyrir Irum, Frökkum, Spánverjum og margra ann- arra þjóða fólki. En fólk, sem keinr úr lúterskum lönd- um, — það þykir þeim fram úr slcarandi bráð fyrir sig, það láta þeir sér þykja yndi í að veiða í net sitt.“ Svo ameríkanska agents-náttiiran á þá líka heima í kirkjulífinu hér. í greininni úr Bandaríkja-blaðinu er pres- byteríanska kirkjan talin seinast af þeim kirkjulegu flokk- um, sem hafi net sitt úti meðal lúterskra manna; en hér í Canada verðr hún á undan öllum reformeruðu kirkju- flokkunum til þess að reyna að krœkja í íslendinga og koma þeim inn fyrir borðstokkinn hjá sér. Hér í þessum parti landsins eru nálega engir aðrir lúterskir menn til en íslendingar, því sá slœðingr, sem hér er af Svíum og Norðmönnum, hefir, að svo miklu leyti sem hann ekki alveg stendr utan kirkju, lang-helzt á sér Meþodista-ein- lcenni og telr sig jafnvel eigi í orði kveðnu heyranda lút- ersku kirkjunni til; svo hér var enga aðra veiðistöð að fá ineðal fólks með lútersku nafni en í hópi íslendinga. það er all-margt hér í Winnipeg af Gyðingum, sem auð- vitað hafa enga hugmynd uin fagnaðarboðskap kristindóms- ins. það morar hér af páfatrúarmönnum bæði frakkneskum og írskum að uppruna. það flœkist hingað inn eigi svo lítið af ítölskum skríl. Allt þetta fólk er látið eiga sig án nokkurs kristniboðs frá hinum prótestantisku kirkju- deildum hér. Og meðal hins eiginlega ensku-talanda lýðs, af canadiskum, ameríkönskum, enskum eða skozkum upp- runa, er vitanlega fjöldi fólks, sem ineð öllu stendr utan vebanda kirkjunnar ög sinnir alls eigi kristindóminum. Meðan þessu var þannig liáttað, hefði inátt ætla, að hvorki presbyteríanska kirkjan, né nein önnur hérlend kirkju-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.