Sameiningin - 01.06.1888, Page 14
—62-
þyrmt, þær eru óvirtar, eru með öllu réttlausar. það er
kristindómrinn, sem heíir lyft kvennfólkinu upp. Yæri það
upp lyftanda aíl tekið burtu, J;á hlyti þessi helmingr mann-
kynsins að hníga eins djúpt niðr og áðr var; lengra niðr á
bóginn er ekki unnt að komast.
Svo er almenn siðaspilling. Hún myndi verða aíleiðing-
in af því, ef mönnum tœkist að gjöra út af við kristindóminn.
Eitt er það, sem guðsafneitendr og vantrúarmenn hata mest
í biblíunni, það er kenningin um endrgjald í eilífðinni. Tök-
um burt úr hugum manna ótta fyrir lielvíti; það myndi þá
margir verða, er óðar breytti þessum heim í helvíti. Meiri
liluti þeirra manna, sem eru reiðir við biblíuna fyrir kenn-
ing hennar um hegning eftir dauðann, eru menn, sem lifa
svo illu lífi eða hafa svo óhrein hjörtu, og sem svo liata
biblíuna fyrir fordœmingarkenning hennar af sömu orsök
eins og opinberir glœpamenn hatast við hegningarhúsið. Eg
hefi heyrt þetta drýgindalega tal um menn, sem ekkert óttist
afleiðingar syndarinnar í eilífðinni, en eg er orðinn sannfœrðr
um það með sjálfum mér, að það er ekkert annað en blástr
blauðra manna, sem þeir gefa frá sér til þess að telja sér og
öðrum trú um að þeir sé hvergi hræddir.... það, sein á vor-
um tíma öllu fremr heldr í skefjum þjófnaði, ósiðsemi, alls
konar hryðjuverkum, er hugmyndin um endrgjald í eilífðinni.
Menn vita, að undan hegning borgaralegra laga iná komast, en
innst í hugskoti glœpamannsins lætr til sín lieyra rödd, sem
segir, að guðs dóm fái hann eigi um flúið. Tökum burt hug-
myndina um guðs dóm í eilífðinni yfir þeim, sem hér gefa
sig því, sem illt er, á vald; og þess mun eigi langt að bíða,
að Brooklyn og New York og Boston og Charleston og
Chicago verði að Sódóma. það, sem heldr hinuin illu til-
hnegingum manna í skefjum á þessum tíma í heiminum, er
biblían. þegar allar kirkjur, allir sunnudagsskólar, allar
stofnanir, sem kristilegr kærleikr hefir á fót komið, til þess
að inýkja mannlegt böl, eru lagðar í eyði, — þegar öllu því,
sem kristindómrinn heflr af sér oetið off sem hann með sér
flytr, er sópað burt úr veröldinni, — þá hefir sólin snúizt í
myrkr. (Niðrlag í næsta blaði).
-------------------------------