Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1888, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.09.1888, Blaðsíða 8
—112— hugmynd um kenning kristindómsins en margir fermdir oft og tíöum hafa, kemr vafalaust flestu öðru fremr af því, að þeir hafa í œsku svo nauða-illa lært að lesa og halda svo fullorðnir áfram að vera svo illa lesandi. Og þaö, að alþýða vor yfir höfuð grœðir ekki meira en hún gjörir á því að lesa það, sem bezt og uppbyggilegast er til á íslenzkri tungu, kemr að ætlan vorri að stórum mun af því, að lestr almennings er í svo miklu ólagi. Islendingar eru eins gáfaðir, eins vel af guði gjörðir með tilliti til andlegra hœfilegleika eins og liver önnur þjóð. það e.r fullkomlega sannfœring vor. Og það er, ef til vill, engin þjóð til, sem tiltölulega á eins fáa alveg ólæsa menn í hópi sínum, eins og hin íslenzka. En um hitt þykjumst vér eins vel sannfœrðir, að voru fólki hafi verið kennt og að það ]iar af leiðanda kunni margra annarra þjóða fólki verr að lesa. Mönnum var, þegar vér þekktum til, ekkí einu sinni almennilega kennt að lesa í sjálfum latínuskólanum á íslandi, og með annars allri tillilýðilegri virðing fyrir guðfrœðisskólanum í Keykjavík, vitum vér um marga, er þaðan hafa út geng- ið í prestlega stöðu, jafnvel gáfaða og í öðru yel mennta menn, sem alveg ekki kunna að lesa, svo að á því sé eigin- lega noklcur mynd. það getr verið, að þetta hafi eitthvað batnað í seinni tíð, en það er þá svo skammt síðan, að þess er enn ekki farið að gæta í alþýðu-upplýsingunni ís- lenzlcu. Mönnum hættir oft við því í sinni framsóknarbar- áttu, að stökkva langt yfir skammt, gleyma því, sem næst Jiggr, en festa hugann við það, sem er svo eða svo langt í burtu. Og svo er um lestrarkunnáttuna. þaö ætti fyrst að kenna hverju mannsbarni almennilega, skynsamlega, að lesa sitt eigið móðurmál, áðr en farið er að eiga vjð að koma mönnum inn í reðri vísindi eða þann fróðleik, sem fjæv stendr. Blöð og tiinarit vor, sero geta orðið einbver sterk- asti þáttrinn í lyftitaugum alþýðumenntunarinnar, koma ekki að hálfu gagni svo lengi sem hinni upp vaxandi kyn- slóð er ekki betr kennt að lesa en almennt hefir verið meðal vors fólks. Menn þurfa að læra að lesa svo, að sá, sem er að lesa, rétt eins og heyri höfund þess, e.r hann les, vera sjálfan persónulegá við Sig að tala. Híð

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.