Sameiningin - 01.09.1888, Blaðsíða 15
—119—
unnar. Smíöin hefir sjálfsagt byrjað í ]?cim mánuöi, en
ekki var henni lokiö fyr en í Agúst um sumariö. Má
geta nærri, að það var gleðiefni fyrir söfnuðinn, þegar
kirkjan var orðin svo fullgjörð, að hún varð notuð fyrir
guðsþjónustuhús. Yíkr-söfnuðr varð þannig fyrstr allra ís-
lenzkra safnaða hér í landi til að fá þak yfir höfuð sitt.
Kirkjan er lítið hús, en snotrt, 28 fet á breidd, en 46 á
lengd, og rúmar hér um bil 200 manns. Sæti og allan
innanhúnað vantaði enn, og var hann ekki fenginn fyr en
nú síðast liðið vor.
Vcti'inn 1884 fór séra Hans Thorgrímsen að gangast
fyrir því, að íslenzku söfnuðirnir, sem myndazt höfðu hér
í landi, gengi í félag, myndaði allir eitt íslenzkt lúterskt
kirkjufélag. Á fundi 2. Desember 1884 lagði hann það til,
að söfnuðrinn kysi nefnd manna, til þess í sameining við
nefnclir frá öðrum söfnuðum að semja frumvarp til kirkju-
félagslaga. I þá nefnd voru kosnir: séra Hans Thorgrím-
sen, Halldór Rcykjulín, Frb. Björnsson, Haraldr þorláksson
og Jón Pálmason. þetta leicldi til þess, að mönnum kom
saman um að halda fund með sér, þar sem erindsrekar
hinna ýmsu safnaða ætti sæti, til þess komizt i'röi að niðr-
stöðu um, hvort unnt væri að sameina söínuðina í eina
kirkjulega heild. Samkvæmt tilboði safnaðarins var fundr
þessi haldinn á Mountain 23. Janúar 1885 og næstu daga.
Fundrinn var fjölmennr, eftir því sem þá stóð til; hann
var vel sóttr bæði að sunnan og norðan, þótt um harð-
asta tíma vetrarins væri. það var hinn fyrsti allsherjar-
fundr, sem haldinn var með íslendingum í landi þessu,
og reyndi Víkr-söfnuðr að gjöra gestuin sínum veruna eins
þægilega og efni og föng voru til. Á honum voru vor nú
verandi kirkjufélagslög rœdd og samþykkt. Kom mönnum
saman um, að þau skyldi eftir fundinn berast undir álit
hvers safnaðar út af fyrir sig; og skyldi þeir söfnuðir, er
samþykkti lögin, hafa rétt til að senda erindsreka á fund,
er á kveðið var að halda í Winnipeg í Júnímánuði næsta
sumar.
Hin nýju kirkjufélagslög voru borin undir álit Víkr-
safnaðar á fundi, sein haldinn var 31. Janúar. Fimm fyrstu