Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1888, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.09.1888, Blaðsíða 3
—107— þá er þetta skilyrSi var sett, að það væri öröugt a<5 vera kristinn niaðr í prótestantiskum og lúterskum skilningi, svo framarlega sem maðr gæti eigi a£ eigin lestri guðs orðs, persónulegri skoðan ritninganna, rannsalcað þann lærdóm, sem kirkjan heldr fram, og þannig meir og nieir fengið sjálfstœða sannfœring fyrir sínum barnalærdómi. Hvernig hefði Gyðingarnir í Berróa, sem þeir Páll postuli boðuðu kristni, eins og segir í Post. gjörn. (10, 11), átt að geta vitað, hvort sá boðskapr, er postularnir boðuðu þeim, væri í samhljóðan við spádómana í gamla testamentinu, þeirra eig- in bamalærdómi, hefði þeir verið ólæsir og ekki sjálfir get- að rannsakað ritningarnar ? Og hvernig á enn þann dag í dag sá maðr að geta rannsakað ritningarnar og vaxið að sjálfstœðri þekking á guðs orði, sem ekki með eigin lestri á þess kost, að skoða sjálfr það, sem ritað stendr ? Vor kirkja er rneð' frjálsri rannsókn, og ])cgar hún heimtaði, að allir þeir, sem fermast ætti, skyldi læsir vera, þá gjörði hún það af því að hún ekki að eins leyfir, heldr heimtar af öllum sínum limum frjálsa rannsókn. Vor kirkja vill ekki blinda trú, vill ekki, að neinn sinn limr vaxi svo upp til fullorðins ára, eða gangi svo í gegn um lífið fram til elliára eða æíiloka, að hann að eins lifi andlega á lánuðum sannfœringum annarra manna. En það eru nú þeir allir að mestu leyti neyddir til að gjöra, sem ekki geta sjálfir lesið. ])ess vegna er svo til ætlazt hjá oss, að enginn sé fermdr fyr en hann er orðinn læs. En eru þá allir Islendingar læsir ? þeir eru yfir höfuð að tala allir fermdir, sem fullorðins aldri hafa náð, — allir nema fáeinir einstaklingar, sem hér í landi hafa lent rit úr hinum kirkjulega hópi vorum, og í ])essu sambandi koma þeir alls elcki til greina. En eru þá hinir allir, allir þeir, sem heima á Islandi eða hér hafa fermdir verið, læsir ? Flestir munu svara þessari spurning hiklaust játandi, og möi'gum þykir líklega eklcert vit í því, að koma með slíka spurning; og vér göngum að því vakandi, að sumum þyki þjóðflokki vorum gjörð óvirðing með því að spyrja svona. En vér höfum komið hér með spurninguna af því að oss finnst hún vera alveg nauðsynleg. Og vér svörum

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.