Sameiningin - 01.01.1889, Blaðsíða 1
Mánað’arrit til stuð'nings hirhju og hristindómi Islendinga,
gefið út af hinu ev. lút, hirkjufélagi ísl. í Vestrheimi.
RITSTJÓRI JÓN BJARNASON.
3. árg. WINNIPEG, JANÚAR, 1889. Nr. 11.
inn mjög merkr landi vor ritar oss svo á jjrettánda :
„Eg las í morgun aðalritgjörðina í Desemljer-
nr.i „Sam.“ og varð hrifinn a£ henni. Auk þess
að grcinin er svo prýðilega rituð, þá hefir hún
inni að halda svo sláanda sannleika, já hræðilegan
sannleika, að maðr getr ekki annað en farið að
hugsa um hann, þegar maðr les greinina. „History repeats
itself' ]) segja menn í þessu landi. Og það virðist, að saga
Rómverja sé að gjöra það í þessu landi frelsis og fram-
fara. Hér er kristindómrinn hlandaðr innan um ýmsar
heiðinglegar ódyggðir, svo hágt er að vita, hjá hverjum
hann er alvara. Faríseaháttinn er mér þó verst við; hann
er það, sem verðr sterkast vopn í höndurn vantrúarmann-
anna móti kirkjunni. Eg sé svo mikið af honum, að mér
liggr stundum nærri við að örvænta um kirkjuna. þ)aö
er sá ara-grúi af þessum Faríseum, sem allt í einu verða
trúaðir, að þeir segja, og eg held sannarlega. að þeim linn-
ist það, og svo keinr náttúrlega um leið réttlætingin af
trúnni (eins og vér viðrkennum). En lífernið er samt
sem áðr allt rotið undir skálkaskjóli Faríseans. það er
hœgt að finna hjá þessum „trúmönnum“ heilmikið af sömu
1) p. e.: sagan endrtekr sig.
i