Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.01.1889, Qupperneq 2

Sameiningin - 01.01.1889, Qupperneq 2
—170— löstunum, sem Páll postuli telr upp í pistlinum til R(5m- verja: 1. kap., 29—31. v. Hvar er ];á trúin ? og hver verðr réttlætingin af ]?essari trú ? því er nú betr, að það er enn ];á minna af þessari falstrú hjá oss íslendingum, hversu mik- ið sem trúarlífi voru er áhótavant, heldr en liérlendu kirkju- fólki. Langt sé þó frá mér að leggja þennan þunga dóm á allt kirkjufólkið hér. En þessi falstrú er engu að síðr algeng hér í landinu, og almenningr sér ekki nógu glöggt Ijótleika hennar. Hún er fullt eins hættuleg og skað- leg fyrir mannfélagið eins og meinsœri opinbert og ætti því að réttu að mœta sömu hegning eins og það. En falstrúarmennirnir bera svo fyrir sig „réttlæcinguna af trúnni“ og láta þar með sökina vera bœtta, brotið afplán- að. Eg hefi hér sagt mikið, en það er þó satt. Með lær- dóm kristninnar um réttlæting af trúnni fara sumir Me- þodistar og Revivalistar svo, aö hann verðr skaðlegri fyr- ir mannfélagið, að minnsta kosti í þessu lífi, en verkarétt- lætistrú kaþólskra rnanna." Við Jrennan bréfkalia leyfum vér oss að hnýta nokkr- uin athugasemdum. í Júní-nr.i „Sam.“ frá síðastl. sumri sögðum vér frá því, að Presbyteríanarnir með dr. Bryce í broddi fylking- ar væri í óða önn að koma á svo kölluðu kristniboði meðal Islendinga hér. þeir voru þá á leiðinni með að út- vega fé til þess að koina hér í bœnum upp kirkju fyrir þetta sitt trúarboð, og fyrir agent sinn til þess að leggja út net sitt fyrir íslenzkt fólk voru þeir búnir að fá Jón- as þennan Jóhannsson, sem nú er orðinn býsna kunnugr á meðal landa vorra hér vestra fyrir prédikunargutl sitt, hinn blinda trúarofsa smn og menntunarieysi og hinn al- veg makalausa sálmakveðskap sinn. Kirkjan handa honum komst íljótt upp, enda er hún ekki stórt hús, en Presby- teríanar ein með ríkustu kirkjudeildum hér í landinu. Síðar fengu þeir annan viðlíka Islending í samvinnu með Jónasi, Lárus Jóhannsson bróður hans, er kom hingað í haust beina leið heiman af íslandi. Og síðan hefir hin presbyteríanska kvörn veriö í gangi í þessari Bryce-kap- ellu með þessum tveimr mylnusteinum. þeir mala þar

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.