Sameiningin - 01.01.1889, Page 7
—175-
s i n n Messías, var elcki eftir hjarta Gy'ðinga. Fólkiö „með-
tók“ hann ekki. En aðrir Messíasar korrm fram, sem það
(imeðtók”, og sexn allt öðruvísi en hann, er frá Nazaret
kom, tókst aS fá lýðinn á sitt mál. Og söguna af ein-
um slíkurn Messíasi ætla eg að leitast við að segja.
Jerúsalem var fallin. Af musteri Jehóva var ekki
steinn yfir steini standandi. En vonin um, að tímar endi’-
lífgunarinnar myndi þó á endanum koma frá augliti dx-ott-
ins, var ekki enn slokknuð út hjá Gyðinga-lýð. þeir fylgdu
með harðla aðgætnum augum hinum pólitisku atburðum,
er ];á gjörðust, og einkanlega öllum byltinguxn í Róxna-
borg. Hver ein hreiiing, sein gekk í gegn um líkama hins
risavaxna heimsríkis, gat vel verið forboði þess, að dómr
guðs tœki nú til að dynja yfir hið hataða „Edom“; svo
kölluðu Gyðingar oft Róm. þá er hermenn Títusar gjörðu
áhlaupið á Jerúsalem, voru ýmsir Gyðingar, sem, meðan
stóð á sjálfum musterisbrunanum, bjuggust við, að fá að
sjá hjálpræðið koma af hiranum ofan. þessa hjálpræðis
vænti lýðrinn enn, þá er hið voðalega dóms-óveðr œddi
yfir höfði iians.
þessi dómr hafði gjört musterið að engu og afnum-
ið guðsþjónustu Jehóva En eitt var þó, sem hann ekki
hafði neitt bifað, og það var Farísea-guðfrœðin. Ólærðuin
lesendum sýnist þetta að líkindum undarlegt; þeim má virð-
ast, að hafi þaö nokkuð verið, sem eyðilegging féll yfir,
þá hafi það fyrst og fremst verið hún. En hugsanir guðs
eru oftlega öðruvísi en manna hugsanir. Og saunleikrinn
er það, að Farísea-guðfrœðin elcki að eins lifði musteris-
brunann af, heldr líka lifir á þessum tíma og hefir enn
stór-mikil álirii' meðal Gyðinga. Guðfrœðisháskólinn í Jerú-
salem, sem á dögum Gamalíels hafði á sér svo frægt álit,
var nú að vísu eigi lengr til í höfuðstað Gyðinga. En
hann var þó til ekki langt burtu. I Jamnia við Gyðinga-
lands-ströndina fáeinar mílur frá Jerúsalem hafði liann blórng-
azt á ný, og það undir forustu manns, sem var sonarsonr
Gamalíels sjálfs, og alveg í saina anda eins og áðr. A
þennan skóla safnaðist nú saman œskulýðr Gyöinga úr öll-
um löndum heimsins til þess að fá frœðslu í lögmálinu og