Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.01.1889, Page 13

Sameiningin - 01.01.1889, Page 13
—181— legu baráttu. Eödd bins hávirSulega Akíba lýsti yfir því, að hann væri Messías, og sú rödd réð nálega öllu meðal sona ísraels. Bar Kokba heimtaði líka a£ kristnum mönnum, að ])cir tœki þátt í frelsisbaráttunni. þeir neituðu því. þá lét hann grimmilega ofsókn yfir þá ganga. Sjálfr kom hann fram og gjörði furðnverk. Frammi fyrir augum almennings lét hann út frá sér ganga reyk og eldsloga sem tákn hins guðlega reiðibáls, er hafa skyldi hann fyrir verkfœri til þess að gjöra heiðingjana að engu. Furðuverkið var leikr. En það, sem meira var en leikr, var áræði það og afl, er hann greinilega sýndi, og með því skaut hann Eómverjum skelk í bringu. Upphaflega hóf hann að vísu að eins smá-ofrið, sem fékk herliði Eóm- vei-ja hvervetna nóg að starfa. En í herskara hans streymdi fólk óðum, og sá straumr óx með degi hverjum, og þegar á árinu 182 fann hann sig fœran til að láta hef sinn halda til Jerúsalem, er Hadrían keisari hafði þá nýlokið við að láta endrreisa. Hann vann bœinn án þess nokkuð verulega væri reist rönd við honum, og fagnaðarlætin út af frelsan Jerúsalems gengu fram úr öllu hófi. Konungr Gyðinga drottnaði í höfuðstað Gyðinga; og hundruðum þús- unda saman þyrptust utan um hann menn, sem brunnu af bardagalöngun. „Frelsi Jerúsalems" var áskriftin á pen- ingum þeim, er hann lét móta, og hann gaf fyrirheit um, að í einni svipan skyldi öllum Eómverjum sópað burt úr landinu helga. Og allt útlit var fyrir því, að honum myndi takast að efna þetta heit sitt. 50 víggirta staði og 985 þorp lagði hann með sínum makalausa dugnaði undir fœtr sér, og það leit nærri því út fyrir, að Kóm ætti ekki til þann mann í eigu sinni, sem gæti staðið honuin á sporði. Landshöfðinginn yfir Gyðingalandi Anni- us Rúfus, sem þó var bœði duglegr og hið mesta hörku- tól, gat að engu leyti staðið sig á móti honnm. Og svo rammt kvað að, að Sýrlands-jarlinn varð að láta keisar- ann vita, að hann hefði enga von um að geta veitt hon- urn viðnám. þá kaliaði Hadrían Július Severus, hinn dug- legasta af öllum sínum herforingjum, frá Bretlandi til

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.