Sameiningin - 01.12.1890, Page 3
—147—
hve greinilegt tillit þeir í ve rkinu liafa tekiS til kirkju-
þings vors, þó að þeir komi á þennan sinn ný-umskapað'a
kirkjufund meS þeim ásetningi, aS mótmæla oss og kirkju-
þingsfyrirlestrum vorum í o r S i. þaS þýðir lítið, þó að
kennidómrinn í kirkju Islands ly^si yhr því í orði, að allt,
sem vér höfurn sagt um meinsemdirnar í íslenzku kirkjunni
eða í íslenzka þjóðlítinu, sé öfgar eða blátt áfram sam-
vizkulaus ósannindi, eins og þessir blessaðir Húnvetningar
hafa gjört á þessari samkomu sinni, — á það er mjög
litla áherzlu vert að leggja, úr því að þessir sömu menn
viörkenna einmitt í v e r k i n u, að vér höfuin í aðalatrið-
inu haft rétt fyrir oss, og það hafa þeir svo áþreifanlega
gjört með því að flýta sér nú að reformera hcraðsfundinn
sinn svo vel, sem þeir hafa haft föng á, eftir vorri fyrir-
mynd, og ætla augsýnilega að halda þessari reformazíón
gangandi í framtíðinni. Tilgangi vorum með bendingar
vorar á dauðann í íslenzku kirkjunni er náð, ef prestar og
leikmenn þár fara svona að taka þær til greina í verk-
inu, þó að þeir um leið — rétt í fyrsta kasti meðan þeim
er ekki enn runnin reiðin — slái því út, að vér förum
með tórnar ýkjur eða lygar. Málefni kirkjunnar grœddi
ekkert á því, þó að oss væri á íslandi í orði þakkað fyrir
það, sem vér höfum sagt, en það svo að engu leyti { verk-
inu tekið til greina. En úr því að það einmitt verklega
er tekið til greina og menn fara svona lífiega að rumsk-
ast út af því, þá er það fengið, sem vér vildum, og ekki
vert að fárast um það, þótt þessir brœðr vorir, nývakn-
aðir og með stýrurnar í augunum, sé dálítið gramir viö
oss og geðvondir út af þvi, sem vér höfum sagt og sem
orðið hefir til þess að láta þá hrökkva svo skyndilega upp.
Agrip af þessum endrfœdda hóraðsfundi Húnvetninga
frá því í haust hetir látið verið í „Isafold", og all-mikinn
hluta þess ágiips hefir ,,Lögberg“ endrprentað, svo að
kirkjulýð voruin hér eru tíöindi þessi víst orðin býsna
kunnug. Taka skulum vér þó hér fram, að þeir, sem fyrir-
lestrana á samkomu þessari héldu, voru þeir séra Hjörleifr
Einarsson, héraösprófastiinn, og séra Stefán M. Jónsson á
Auðkúlu. Efnið i fyrirlestri séra Hjörleifs var: ;JVort