Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1890, Page 7

Sameiningin - 01.12.1890, Page 7
—151— okkr ekki betr en þetta ? Hví hélduS þi5 okkr ekki betr við ? Hví settuð þið. ekki ofna í okkr, og létuð svo leggja í þá ofna, svo að í okkr væri æfinlega lifandi ?“ — „Enn fremr er örðugleikinn á því, að halda uppi viðunanlegum söng í kirkjunum. þótt margt fólk só við kirkju, er, ef til vill, ekki hœgt að f'á neinn mann til að byrja, og treysti prestr sér ekki til að byrja sjálfr, má verða messu- fall.“ Að einn prestr skuli geta fengið af sér, að setja þetta á prent, að einn héraðsfundr skuli gjöra að'ra eins yfirlýs- ing og þetta um leið og hann þó er vaknaðr til meðvit- undar um, að nýtt lif þurfi að verða í kirkjunni, talar það nú ekki fremr fyrir því, að það sé þó eitthvað meira en tómar öfgar eða Ósannindi, sem vér höfum sagt um íslenzk- an nihilismus ? Ekki unnt í fjölmennum söfnuði að fá neinn til að byrja, prestrinn alveg ráðalaus, og svo að sjálfsögðu „messufall"! Ekki kemr presti til hugar, að neitt sé unnt að gjöra, ef enginn fæst til að „byrja“, ekki til hugar, að vinna megi að því, að einhverjir verði fœrir til að „byrja“, ekki til hugar, að lesa mætti nú í viðlögum upp sálmana, sem syngja á, þar sem í einstökum tilfellum enginn getr sung- ið. þvílíkt ráðaleysi! þvílíkr makalaus pokaháttr! Skyidi íslenzku prestarnir nú hafa heyrt umkvörtun um það frá nokkurri kirkju í öðrum löndum á þessum tíma, að guðs- þjónustum verði þar cinatt ekki komið á fyrir þá sök, að enginn fæst til þess að „byrja“ ? Hann er sterkari þessi vitnisburðr frá héraðsfundi Húnvetninga um eymdarslcap íslenzku kirkjunnar, heldr en flest, ef ekki allt, sem vér höfuin til tínt í fyrirlestrum vorum, og sem nú á að vera tóin ósannindi eða marklaus fjarstœða. Engin ráö finnr fundrinn til þess, að fá í framtíðinni einhvern til að „hyrj.-i“; en þar á móti kemr hann sér niör á þeirri ályktan, að reynt verði út af ofnleysinu í kirkjunum að ritast á við hávfirvöld kirkjunnar, líklega gangandi út frá því, að ekki mætti að þeirn óaðspurðum láta guðsþjónustuhúsin vera upp- hituð, þegar fólk kemr þangað til „messu“ á vetrardag. Einu, sem hér.iðsfundrinn tilfœrir sem orsök þess, að kirkjurœknin á íslandi sé svo dauf, má eklci gleyma. það

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.