Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.12.1890, Qupperneq 8

Sameiningin - 01.12.1890, Qupperneq 8
er þaS, aS prestar verði aS fást viS búskap, vera í hrepps- nefndum og oft oddvitar slíkra nefnda. Hvernig þetta hljóti aS draga úr kirkjurœkni almennings, er oss hulinn leynd- ardómr. En þrátt fyrir allt og allt erum vér Húnvetninga- héraSsfundinum þakklátir fyrir augsýnilega löngun hans til aS gjöra íslenzku kirkjunni eitthvað til viðreisnar og það jafn-augsýnilega tillit, sem hann í verkinu heíir tekið til bendinga von-a, þótt hann í orði kveðnu mótmæli öllu því, sem vér höfum sagt, og sérstaklega erum vér héraðspró- fastinum þakklátir fyrir áðr nefnda röggsamlega áskorun, sem hann þar hefir látið útganga til prestanna. BINDINDISRŒÐi Eftir Hafstein Pét^sson. (Framh. frá síðasta nr.i og niðrlag). Öliu hinu andlega lífi mannsins • er skift í þrjár aðaldeildir : skynjan, tilfinning og vilja. það er engin hrœring í manns-sálinni, sem ekki heyrir undir eitthvað af þessu þrennu. Skynjanin er endrskin af alvizku guðs. Með heuni íhugum vér stórmerki vors himneska fööur. Með henni íhuguin vér alla þá ómetanlegu velgjörn- inga, sem guð hefir veitt oss. Hún kennir oss að bera rétta umbyggju fyrir voru tímanlegu lífi. Hún kennir oss að skilja, hvað guð heimtar af oss í þessu lífi og hvernig vér eigum að búa oss undir hið tilkomanda líf. Skynjan- in er e;n hlið af guðs-mynd mannsins. Yegna hennar erum vér í ætt við guð, œðra eðlis en öll önnur dýr jarðarinn- ar. Tilfinningin er endrskin af kærleika og alsælu guðs. Með henni eigum vér að elska guð yfir alla hluti fram og náungann eins og sjálfa oss. Tilfinningin lætr oss njóta hinnar sælu gleði kærleikans. Hún lætr oss njóta þeirrar himnesku gleði að vera í lífs-sambandi við guð. Hún fyllir samvizku vora sælum friði og hjortu vor óumrneðilegum fögnuði og gleði í guði. Tilfinningin er ein hlið af guðs- mynd mannsins. Vegna hennar erum vTér í ætt við guð, œðri verur en öll önuur dýr jarðarinnar. Viljinn er endr- skin af heilagleik og almætti guðs. Viljinn kennir oss aS

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.